3 A

Dr. Gunni sýnir „Atvik“ á Mokka

Dr. Gunni – ATVIK
Dr. Gunni (Gunnar Lárus Hjálmarsson) heldur sína fyrstu myndlistarsýningu á Mokka kaffi. Opnun fer fram þann 1. nóvember kl. 17 – 18. Gunni sýnir 18 akrílmyndir sem málaðar eru á hvítgrunnuð plötuumslög. Í hverju umslagi er platan Atvik, ný sólóplata frá Dr. Gunna. Platan er 18 laga (eitt lag fyrir hverja mynd) og verður einungis til í 18 eintökum. Platan verður aldrei sett á netið.
Efni myndanna eru minningarbrot – atvik – úr lífi Dr. Gunna. Minnið er undarlegt fyrirbæri, jafnvel smávægislegustu minningar tolla inni á meðan stærri atburðir detta út. Efnið spannar alla tilvist Dr. Gunna, frá barnæsku til miðaldra lífs hvíts karlmanns í nútímanum.
Verkin (myndirnar/plöturnar) verða til sölu á kr. 45.000 stk.

Sýningin er opin daglega frá kl. 9.00 til 18.30 og stendur til 30. nóvember n.k.
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com