Yan Lei 600×549

Dokumenta 14 Kassel 9. – 13. júní 2017* Námskeið í samtímamyndlist

Á Documenta gefst einstakt tækifæri til þess að kynnast því sem efst er á baugi í myndlist samtímans og þar má skoða verk marga tugi listamanna á fjölda sýningarstaða um alla borg. Sýningarstjóri hátíðarinnar að þessu sinni er Adam Szymczyk frá Póllandi en sýningin stendur yfir frá 10. júní til 17. September 2017.

Markmið námskeiðsins er að gefa þátttakendum lifandi innsýn inní frjóan heim samtímamyndlistar eins og hún birtist okkur í dag. Boðið verður uppá á 3ja daga námskeið undir stjórn Heiðars Kára Rannverssonar listfræðings þar sem haldið verður til Kassel í Þýskalandi á alþjóðlegu myndlistarsýninguna Documenta 14. Sýningin er talin einn merkasti listviðburður í heimi og fer fram á 5 ára fresti í Kassel og gefur námskeiðið því einstakt tækifæri til þess að skoða það sem er efst á baugi í heimi myndlistar samtímans.

Á námskeiðinu verður efni og inntak Documenta 14 kynnt auk þess sem þátttakendur skoða það sem hæst ber á sýningunni. Einnig verður fjallað um þýðingu alþjóðlegra sýninga og vægi þeirra í heimi myndlistarinnar. Þá verður farið yfir sögu Documenta og viðburðurinn settur í samhengi við aðrar alþjóðlegar myndlistarsýningar.

Fyrirkomulag:
Boðið verður uppá kynningarfund í byrjun maí þar sem þáttakendur fá lesefni sem unnið verður sérstaklega fyrir námskeiðið.

9. Júní – flug með Icelandair til Frankfurt. Lent í Frankfurt. Lestarferð til Kassel. Komið sér fyrir á hóteli í Kassel, síðdegisfundur með þáttakendum þar sem farið er yfir dagskrá, sameiginlegur kvöldverður.

10. Júní – fyrirlestur I: Saga Documenta
Í fyrirlestrinum verður fjallað um sögu Documenta sem hófst í Kassel árið 1955 og er jafnan talin einn merkasti listviðburður í heimi. Rætt verður um form og einkenni sýningarinnar og hún sett í samhengi við aðrar alþjóðlegar myndlistarsýningar, m.a. Feneyjartvíæringinn sem einnig fer fram á árinu.
Fyrsti hluti sýningarinnar skoðaður. Leiðsögn með HKR og ÓV um aðalsýningu Documenta í Fridericianum. Þátttakendum gefst einnig tækifæri á að skoða sýningar í Documenta-Halle og Neue Galerie, tveimur stórum söfnum. Samtal við þáttakendur. Frjálst kvöld.

11. Júní – Fyrirlestur II: Efni og inntak Documenta 14
Í fyrirlestrinum verður fjallað um efni og inntak Documenta 14 en sýningarstjóri að þessu sinni er Adam Szymczyk. Sett verða upp verk eftir marga tugi listamanna á fjölda sýningarstaða um alla Kassel en auk þess mun hluti viðburðarins fara fram í Aþenu í Grikklandi. Vinnutitill Documenta 14 er Learning from Athens.
Annar hluti sýningarinnar skoðaður. Leiðsögn með HKR og ÓV um garðinn Karlsaue þar sem skoðuð verða valin verk. Þátttakendum gefst einnig tækifæri á að skoða Orangerie og Brüder Grimm-Safnið sem eru í námunda við garðinn. Frjálst kvöld.

12. Júní – Fyrirlestur III: Alþjóðavæðing listheimsins
Í fyrirlestrinum verður fjallað um þýðingu og vægi sýninga eins og Documenta í heimi samtímamyndlistarinnar. Þá verður rætt um þá miklu fjölgun stórra alþjóðlegra sýninga á síðustu áratugum og velt upp spurningum um alþjóðavæðingu myndlistarinnar.
Þriðji hluti sýningarinnar skoðaður. Leiðsögn með HKR og ÓV um valin verk sem eru utan aðalsýningastaða Documenta. Sameiginlegur kvöldverður.

13. Júní – lestarferð til Frankfurt snemma morguns, heimferð

Námskeiðið hentar vel myndmenntakennurum bæði á grunn- og framhaldskólastigi.

Leiðsögumaður/kennari er Heiðar Kári Rannversson, listfræðingur
Heiðar Kári lauk MA prófi í listfræðum frá Háskólanum í Amsterdam árið 2012 og hefur starfað á sviði íslenskrar myndlistar um árabil. Hann stýrði fræðslu- og viðburðardagskrá Listasafns Reykjavíkur á árunum 2013-2016, en er nú sjálfstætt starfandi listfræðingur og sýningarstjóri.

Leiðsögumaður/hópstjóri er Ósk Vilhjálmsdóttir, myndlistarmaður og ferðaskipuleggjandi
Ósk lauk MA prófi í myndlist við Listaakademíuna í Berlín og hefur látið til sín taka á sviði myndlistar hérlendis og erlendis. Hún hefur starfað við leiðsögn og kennslu í 25 ár og skipulagt ferðir námskeið í samstarfi við Myndlistaskólann í Reykjavík og Listasafn Reykjavíkur.

Verð: 198.000 (með vsk)
með flugi miðað við tvo í herbergi

Verð án flugs: 143.000 (með vsk)
miðað við tvo í herbergi

innifalið:
Flug með Icelandair til/frá Frankfurt*
2 leiðsögumenn/kennari/hópstjóri
Fyrirlestur og undirbúninsfundur í Reykjavík
Leiðsögn um Dokumenta 14
Fyrirlestrar í Kassel
Lesefni sérunnið fyrir þáttakendur
3ja daga passi á Dokumenta14
Lestarferðir á milli Frankfurt og Kassel
Gisting í 4 nætur á 3* hóteli í Kassel
Morgunverður 4 morgna
Kvöldverður fyrsta og síðasta kvöldið

Sumarið 2017 verður einstakt sumar í evrópsku listalífi. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn margt í boði á sama tíma. Það er því tilvalið að nota tækifærið, framlengja dvölina og skoða skúlptúrsýningu í Münster, tvíæringinn í Feneyjum eða Aþenu hluta Dokumenta.

Viðbótardagar í Münster
Boðið er uppá að framlegja ferðina um 3 daga og heimsækja alþjóðlegan listviðburð í Münster. Skúlptúrsýningin í Münster á sér stað á 10 ára fresti og verður haldin í fimmta sinn sumarið 2017. Í þessum hluta er einungis fararstjórn, ferðafélagar skoða sýninguna á eigin vegum.
13. júní: lestarferð frá Kassel til Münster (2,5 klst). Frjáls seinnipartur í Münster
14. júní: Dagur í Münster
15. júní: Dagur í Münster, lestarferð til Frankfurt seinnipartinn. Kvöldflug með Icelandair um kl. 23:00. Lent eftir miðnætti.

Verð: 48.800
miðað við 2 í herbergi

Innifalið:
Leiðsögumaður/hópstjóri
Lestarferð frá Kassel til Münster og frá Münster til Frankfurt
Gisting í 2 nætur á 4* hóteli í Münster
Morgunverður 2 morgna

 

Frekari upplýsingar og skráning fer fram hér.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com