6c158caf E2fd 4147 B3cf 9bbdbb093a08

Dansverkið FUBAR

Sigríður Soffía Níelsdóttir danshöfundur & dansari

Jónas Sen Tónskáld

Hildur Yeoman búningahönnun

Helgi Már Kristinsson Leikmynd

Marínó Thorlacius Ljósmyndi

FUBAR er dansleikhúsverk unnið út frá tíma. Hvernig klukkutími getur liðið eins og mínúta þegar þú upplifir eitthvað frábært og hvernig tíminn virðist stoppa þegar upplifunin er hræðileg. Dansarinn líkamnar huglæga upplifun.

Jónas Sen tónskáld frumsemur tónlistina við verkið en tónlist og dans hafa fæðst saman í spunum á vinnuferlinu þar sem listamennirnir vinna báðir útfrá sama efninu og þannig myndast djúp tenging tónlistar og hreyfinga.

Verkið er dansleikhúsverk þar sem ekki einungis er dansað heldur er texti, söngur, vélmennadans, lifandi hljóðfæraleikur og búningar úr smiðju tískuhönnuðarins Hildi Yeoman áberandi.

Sjá nánar um verkið hér https://vimeo.com/190778385

“Fubar er óvenju persónulegt verk. Það fjallar um djúpar tilfinningar, breyskleika og ákveðna angist. Verkið byrjar á því að áhorfendur fá að kynnast Siggu, ansi vel, en ansi hratt líka. Hún fer á skemmtilegu hundavaði yfir ýmsa þætti í persónuleika sínum, og ýmsa atburði í lífi sínu á einlægan hátt. Smám saman tekur dansinn yfir og við fáum að upplifa hér um bil allt hreyfigallerí dansarans.

Hún byrjar hægt og vekur upp hungur hjá áhorfandanum sem þyrstir í að sjá þennan fallega líkama gera meira og þessa fallegu konu túlka meira. Það fær hann líka, því að í verkinu er stígandi sem kallast á við starf dansarans… byrjar með upplifun sem kveikir innblástur…” Ragnheiður Eiríksdóttir, Pressan

“Ástríðan fyrir listforminu skein í gegn í frásögninni og líkamnaðist svo í danssenunni í seinni hlutanum. Ástríðan sem ekkert fær stöðvað” Sesselja Magnúsdóttir, Kastljós

Síðastliðin ár hefur danshöfundurinn Sigga Soffía fært okkur stór verk á borð við flugeldasýningarnar á Menningarnótt og opnunarsviðsverk Listahátíðar Svartar Fjaðrir í Þjóðleikhúsinu. Verkin hennar hafa ekki farið framhjá neinum og hefur Sigga Soffía verið áberandi í Ísensku menningarlífi í mörg ár.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com