49784981 2246408589014435 1095263789156139008 N

Damavoi og Venusartré bananatré í RÖSK RÝMI í Listagilinu á Akureyri

Andrey Kozakov opnar sýninguna Damavoi í Aðalsal í RÖSK RÝMI og Dagrún Matthíasdóttir sýninguna Venusartré Bananatré í Forsal RÖSK RÝMI.

Um Andrey og sýninguna Damavoi:

Andrey Kozakov er búsettur í Bandaríkjunum og er frá Kyiv í Úkraínu. Á sýningunni Damavoi sýnir hann myndbandsverk af Damavoi, málverk og fyrirbærið Damavoi.
Verkefnið Damavoi skapar draumkennda upplifun. Í daufri birtu og þögninni lifnar ímyndunaraflið við. Um alla Evrópu hefur fólk komið saman og sagt sögur í vetrarmyrkrinu, oft tengdum yfirnáttúrulegum fyrirbærum eins og guðum, öndum, verum sem skiptu um ham, göldrum og því sem gat bæði grandað eða bjargað. Damavoi er andi sem reikar um skóga og ásækir heimilin í Austur Evrópu á dimmum vetrum. Á vorin fagnar fólkið og minnist hans með hátíð, skrúðgöngum og dönsum. Andrey bjó til búning úr mórauðri kindaull sem stendur fyrir ímynd Damavoi og tengir þannig þjóðsögninna við sagnir og menningu Íslands.

Andrey Kozakov dvelst nú í gestavinnustofu Listhúss í Ólafsfirði og er einn gestalistamanna sem taka þátt í listahátíðinni Skammdegi. Andrey um verk sín:
,,At Olafsfjordur, I am reaching into the ancient myths and creating a costume, made of natural materials, primarily Icelandic sheepskin, that represents the evil spirits chased away by ancient Europeans at the end of winter, to vanquish their fears and bring good fortune. I’ll be developing a performance, based on the stories and myths that I know, and the information I can find on the culture and stories of Iceland”.
https://www.andreykozakov.com/

Um Dagrúnu og sýninguna Venusartré Bananatré:

Verkið Venusartré Bananatré er innsetning unnið á veggi rýmisins úr pappa og pappir og úr verða lágmyndir á vegg. Ávextir trjánna eru bananar og myndir af gyðjum sem allar kallast Venus með tilvísunum til nútímans.

Dagrún Matthíasdóttir er ein af meðlimum Listhópsins RÖSK og fyrrum stýra Mjólkurbúðarinnar í Listagilinu á Akureyri. Í haust flutti hún starfsemi sína inn um næstu dyr við hliðina og starfar þar í RÖSK RÝMI með listhópnum. Dagrún vinnur í ýmis efni í list sinni og hefur unun af því að leika sér með tilraunagleði og takast á við ólík viðfangsefni og velur þeim listmiðil sem hentar hverju sinni. Dagrún hefur sýnt víða, bæði með einkasýningar og í samsýningum. Einnig hefur hún tekið þátt í listaverkefnum eins og Kunst i Natur í Noregi, Gestadvöl í Ungverjlandi  og á eyjunni Máritíus í SA Afríku, og er nú þátttakandi í Skammdegi á Ólafsfirði.
https://dagrunmatt.wordpress.com/

Um RÖSK RÝMI:

Listhópurinn RÖSK var valinn sem leigjandi nýs vinnustofurýmis í Listagilinu síðasta haust, sem er staðsett í húsi Listasafnsins á Akureyri. Þar hafa þær Dagrún, Thora Karsdóttir, Brynhildur Kristinsdóttir og Jónborg Sigurðardóttir vinnustofu og sýningaraðstöðu. Gengið er inn í Forsal og þaðan inn í Aðalsal og vinnustofur. Hugmyndin að opinni vinnustofu með sýningaraðstöðu fyrir ýmiskonar listviðburði varð að veruleika hjá RÖSK og hefur starfið farið vel af stað með gjörningum, myndlistasýningum, listamannaspjalli, kynningum og listasmiðjum.
Listhópurinn RÖSK hefur síðustu ár staðið fyrir ýmsum viðburðum á Akureyri og verið með gjörninga, skúlptúra og smiðjur á hátíðum bæjarins og síðasta sumar héldu þær Listahátíð í Hrísey sem hófst á smiðjustarfi fyrir börn á öllum aldri og lauk með hressilegri sýningu með 12 gestalistamönnum.
https://sites.google.com/site/rosklisthopurinn/

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com