L1170914

Dalablóð – síðasta sýningarhelgi

23. júlí – 14. ágúst 2016.

Síðasti sýningarhelgi sýningar Guðrúnar Tryggvadóttur „Dalablóð“ í Ólafsdal við Gilsfjörð, er um næstu helgi. Sýningunni lýkur sunnudaginn 14. ágúst. Opið daglega frá 12:00-18:00.

Á sýningunni „Dalablóð“ fjallar Guðrún um formæður sínar í beinan kvenlegg, þær sem fæddust og bjuggu í Dalasýslu og hinar sem fluttust suður. Samtals ellefu kynslóðir. Markmið Guðrúnar er að tengjast formæðrum sínum, skapa þær með því að mála þær og gefa þeim þannig möguleika á að hittast án þess að tíminn geti skilið þær að. Leyfa þeim að horfast í augu og skoða hvað þær eiga sameiginlegt og hvað jarðneskt líf snýst raunverulega um. Afrakstur þessa tímaflakks er að sjá á 11 málverkum og innsetningu, í sex herbergjum á 2. hæð skólahússins í Ólafsdal.
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com