Untitled 1

Dagur Myndlistar: Inga Þórey Jóhannsdóttir og Ívar Valgarðsson í 1.h.v.

Í tilefni dags myndlistar í október er sýning Ingu Þóreyjar Jóhannsdóttur og Ívars Valgarðssonar í 1.h.v. Lönguhlíð 19, opin sunnudaginn 16.10. milli kl. 14 – 17.

Í ljósmyndainnsetningu Ingu Þóreyjar, Fram og til baka, eru frumþættirvegabréfsins rannsakaðir en verkin marka gönguslóð um Evrópu.

Verk Ívars heitir, Milli málverkanna, tíu myndir úr Listasafni Íslands.
Myndirnar eru teknar með myndavél, stillta á sjálfvirka stillingu, af auðum veggjum á milli málverka á sýningu í Listasafni Íslands og sýna stafræna túlkun myndavélarinnar á blæbrigðum lita, birtu og áferðar á veggjum í sölum safnsins.

Í tengslum við sýninguna eru gefin út bókverk eftir listamennina.

Verkefnið er styrkt af Myndlistarsjóði.

Galleríði er staðsett í íbúð í Lönguhlíð 19. 1.h.v.

Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir
Lönguhlíð 19. 1.h.v
105 Reykjavík
sími 8239273

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com