Dm Border Copy

Dagur Myndlistar – Efling þekkingar á starfi myndlistarmannsins

 

Árveknisátak Sambands íslenskra myndlistarmanna: Dagur Myndlistar verður Dagar Myndlistar – allan október 2016. Hægt er að skoða dagskrá á vefsíðu dagsins en við hvetjum ykkur einnig til að fylgjast með á samfélagsmiðlum (sjá hlekki neðar í fréttabréfinu), og þá sérstaklega snapchat.

  • Tíu ára afmæli og opnar vinnustofur SÍM að Seljavegi 32 verða 22. október milli klukkan 16-18. STARA – rit SÍM verður gefið út.
  • Einnig munu aðrir listamenn opna vinnustofur sínar í mánuðinum, en best er að fylgjast með dagskránni á vefsíðu og Facebook.
  • Listamennirnir Egill Sæbjörnsson, Habbý Ósk, Curver Thoroddsen og Ásdís Sif Gunnarsdóttir munu leyfa almenningi að fylgjast með störfum sínum á Snapchat: dagurmyndlistar.
  • Blaðagreinar um gildi myndlistar í samfélaginu verða birtar.
  • Einnig verða myndbönd þar sem listamenn eru heimsóttir á vinnustofur sínar, aðgengileg á vefsíðu í október.
  • Borgarbókasafn vekur athygli á myndlistarbókum með ýmsum hætti.
  • Listamenn halda kynningar í skólum fyrir nemendur á efsta stigi grunnskóla og framhaldsskólastigi.

Samband íslenskra myndlistarmanna, SÍM, stendur að Degi Myndlistar.

Allar ábendingar og ítarlegri upplýsingar veitir verkefnastjóri Dags Myndlistar.

Með vinsemd,
Berglind Helgadóttir
Verkefnastjóri Dags Myndlistar 2016
dagurmyndlistar@gmail.com
868 5572

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com