94de7787 Af9b 45d2 B94e 704e451b43f0

Dagskrá Listasafns Reykjavíkur á Safnanótt Föstudag 3. febrúar

(english below)

Viðamikil dagskrá í Hafnarhúsi, á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni á Safnanótt. Opið er til kl. 23.00 í öllum húsunum og frítt inn á alla viðburði.

Hafnarhús
Hápunktur Safnanætur í Listasafninu er opnun sýningarinnar Panik eftir Ilmi Stefánsdóttur í A-sal Hafnarhússins kl. 20.00. Listakonan fremur gjörning við undirleik dúettsins Cyber klukkustund eftir að sýningin hefur verið opnuð. Til þess að loka kvöldinu skemmtir plötusnúðurinn Sura gestum frameftir kvöldi.

Ásmundarsafn
Í Ásmundarsafni fer myndlistarkonan Sara Riel fyrir fjölskyldusmiðju frá kl. 18.00 í tengslum við verk Ásmundar Sveinssonar og Þorvalds Skúlasonar á sýningunni Augans börn. Annar sýningarstjóri þeirrar sýningar, Viktor Pétur Hannesson, verður með leiðsögn fyrir gesti á hálftíma fresti frá kl. 18.30. Áhugafólk um arkitektúr ætti ekki að missa af leiðsögn Péturs Ármannssonar arkitekts, sem segir frá sögu og byggingarlist Ásmundarsafns kl. 21.30.

Kjarvalsstaðir
Á Kjarvalsstöðum verður gestum boðið upp á gagnvirka innsetningu eftir íslensk-portúgalska listhópinn @Change sem hefur það að markmiði að vekja safnagesti til umhugsunar um loftslagsbreytingar. Í hópnum eru meðal annarra listamaðurinn Curver Thoroddsen. Þegar líða fer á kvöldið, kl. 21.00 geta áhugasamir skráð sig í skoðunarferðir um það allra heilagasta, listaverkageymslurnar í kjallara Kjarvalsstaða. Starfsfólk Listasafns Reykjavíkur sýnir valin verk og segir frá.

Frá klukkan 18.00 verða örleiðsagnir um valin verk á sýningum í Hafnarhúsi og á Kjarvalsstöðum.

Auk stakra viðburða býðst gestum að skoða myndlistarsýningarnar í húsunum þremur:

Í Hafnarhúsi lýkur brátt sýningunni YOKO ONO: EIN SAGA ENN… frásagnir listakonunnar og fyrirmælaverk vekja áhorfendur til umhugsunar og þátttökuverkin gera ráð fyrir framlagi þeirra til listarinnar.
Hrina – vídeóverk úr safneign er viðamikið sýningarverkefni þar sem tekinn verður til sýninga stór hluti þeirra kviku myndverka sem til eru í safneign Listasafns Reykjavíkur. Titill sýningarinnar vísar til þess að verkin verða sýnd í fjórum hrinum og stendur hver þeirra yfir í um það bil einn mánuð.
Panik eftir Ilmi Stefánsdóttur verður opin frá kl. 20.00. Tólf myndbandsverk mynda eina heildarinnsetningu þar sem kona hamast við eitthvað órætt og nýtir til þess ýmis tæki og tól.
Á sýningunni Fantagóðir minjargripir í D-sal eftir Önnu Hrund Másdóttur má svo sjá hluti úr ýmiss konar landslagi sem Anna Hrund hefur tekið í sundur og endurraðað í uppstillingu af uppgötvunum úr raunveruleikanum.

Á Kjarvalsstöðum eru síðustu forvöð að sjá sýningu Hildar Bjarnadóttur, Vistkerfi lita, þar sem tekist er á við þörf mannsins fyrir að tilheyra ákveðnum stað í heiminum. Árið 2012 eignaðist Hildur landspildu í Flóahreppi. Sýningin hefur þennan stað sem útgangspunkt.
Í austursal eru valin verk Jóhannesar S. Kjarvals úr safneign Listasafns Reykjavíkur.

Í Ásmundarsafni stendur sýningin Augans börn þar sem sýnd eru verk Ásmundar Sveinssonar og Þorvalds Skúlasonar. Þeir voru í hópi þeirra listamanna sem stöðugt voru að tileinka sér ný viðhorf innan myndlistarinnar um miðja síðustu öld. Sýningin er samstarf Listasafns Reykjavíkur og Listasafns Háskóla Íslands.


Museum Night – Program at Reykjavík Art Museum
Friday, 3 February
18h00 Ásmundarsafn
Workshop for families guided by Artist Sara Riel in context
with the exhibition Children of the Eye.

18h00 Kjarvalsstaðir
Workshop and installation by the artgroup @Change
about climate change.
18h00-22h30 Hafnarhús
Ten minutes talk about selected works on view:
YOKO ONO: ONE MORE STORY…
Bout: Video Works from the Collection
D29 Anna Hrund Másdóttir: Fantastic Souvenirs
18h00-22h30 Hafnarhús
Ten minutes talk about selected works on view:
Kjarval – from collection
Hildur Bjarnadóttir: Ecosystem of Colors
18h30, 19h30 & 20h30 Ásmundarsafn
Curator Talk: Viktor Pétur Hannesson guides museum guests around
the exhibition Children of the Eye.
20h00 Hafnarhús
Exhibition opening in Gallery A
Ilmur Stefánsdóttir: Panik
21h00 Hafnarhús
Performance by Ilmur Stefánsdóttir and the band Cyber.
21h00 Kjarvalsstaðir
Tours to the storage and backrooms of the museum.
21h30 Ásmundarsafn
Guided tour on the history and architecture of the building
by Architect Pétur Ármannsson.
22h00 Hafnarhús
DJ SURA plays music for museum guests.

 

Nánari upplýsingar / Further Information
Áslaug Guðrúnardóttir
Kynningar- og markaðsstjóri / Communication & marketing manager
Tel. +354 411-6401 / aslaug.gudrunardottir@reykjavik.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com