
Dagskrá Íslensk Grafík á Safnanótt og Vetrarhátíð
Á Safnanótt þann 2. Febrúar verður útgáfa hinnar árlegu Grafíkvinamyndar hjá Íslenskri Grafík.
Listamaður Grafíkvina 2018 er Tryggvi Ólafsson f.1940
Tryggvi Ólafsson er í hópi þekktustu núlifandi myndlistarmanna þjóðarinnar en hann skipaði sér snemma á ferlinum í framvarðarsveit íslenskra myndlistarmanna með sérstæðum og auðþekkjanlegum stíl.
Tryggvi er fæddur árið 1940 í Neskaupstað. Hann hóf ungur að mála og nam myndlist bæði hér á landi og í Kaupmannahöfn, við Myndlistar- og handíðaskóla Íslands 1960-61 og Konunglegu listakademíuna í Kaupmannahöfn 1961-66. Lengst af starfsævinnar var Tryggvi búsettur í Kaupmannahöfn.
Tryggvi var sæmdur Riddarakrossi Danadrottningar árið 2017.
Grafíkvinamyndin ásamt öðrum verkum hans verða sýnd í sal félagsins á Safnanótt þann 2. febrúar nk. Hægt verður að skoða mynd af verkinu með upplýsingum um stærð, aðferð og nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins www.islenskgrafik.is
Á Safnanótt verður opið frá kl. 18 – 23.
Á verkstæðinu kl. 20.00– 21:00 geta gestir Safnarnætur tekið þátt í að gera Mini Mono-print.
Sýningin er einnig opin laugardaginn 3. og sunnudaginn 4. febrúar frá kl. 14 – 17
Verið velkomin
Icelandic Printmakers Association
Tryggvagata 17, hafnarmegin/harbour side
101 Reykjavik