Dagskrá Barnamenningarhátíðar í Listasafni Reykjavíkur

                  
Tíra-Ævintýraheimurinn okkar.

Mynd: Tíra-Ævintýraheimurinn okkar.

Barnamenningarhátíð 2015 í Listasafni Reykjavíkur

Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá á vegum Listasafns Reykjavíkur á Barnamenningarhátíð sem stendur yfir frá 21. apríl -26. apríl en Kjarvalsstöðum opna tvær sýningar í tilefni af hátíðinni. Á sýningunni Gettu hver ég er? má finna sjálfsmyndir eftir börn úr þriðja bekk í Háteigsskóla. Sýningin Tíra – Ævintýraheimurinn okkar er samstarfsverkefni barna úr Leikskólanum Miðborg og myndlistarmannsins Bjarkar Viggósdóttur, þar sem börn fá að kynnast ævintýraheimi ljóss og skugga. Þá verður boðið upp á ókeypis listsmiðjur fyrir börn á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni.

Fullorðnir í fylgd með börnum fá frítt inn á Listasafn Reykjavíkur meðan á hátíðinni stendur.

www.barnamenningarhatid.is/

Dagskrá:
KJARVALSSTAÐIR

Þriðjudag 21. apríl – sunnudag 26. apríl
Gettu hver ég er? 
Nemendur úr þriðja bekk í Háteigsskóla sýna sjálfsmyndir sem þeir hafa unnið með útsaumsgarni. Í forvinnu verkefnisins töluðu nemendur um hvað það er sem greinir okkur hvert frá öðru svo sem hárlitur eða annað. Nemendur röðuðu myndunum upp í lokin og reyndu að átta sig á því hver átti hvaða mynd. Þannig fundu þeir líka nafnið á sýninguna.

Fimmtudag 23. apríl – sunnudag 26. apríl
Tíra – Ævintýraheimurinn okkar
Sýning barna frá Leikskólanum Miðborg í samstarfi við  Björk Viggósdóttur myndlistarmann. Sýningin er gagnvirk og þar má sjá ljós-skúlptúra og vídeóverk unnin upp úr undirbúningsferlinu þar sem eldri börn leiða þau yngri inn í upplifun á ævintýraheimi ljóss og skugga.

Laugardag 25. apríl kl. 13-16
Örnámskeið: Varúð – Nýmálað!
Myndlistarmaðurinn Þorvaldur Jónsson sem á verk á sýningunni Nýmálað 2 stýrir ókeypis ör-námskeiði í listmálun fyrir 12 ára og eldri í Hugmyndasmiðjunni á Kjarvalsstöðum frá kl. 13-16. Á námskeiðinu fá þátttakendur tækifæri til að vinna sín eigin málverk á striga undir handleiðslu Þorvalds, en hann ætlar einnig að segja frá sýningunni Nýmálað 2 sem stendur yfir á Kjarvalsstöðum. Hugmyndasmiðjan er opin smiðja fyrir alla. Ekki þarf að skrá sig á námskeiðið en takmarkaður fjöldi getur tekið þátt.

ÁSMUNDARSAFN

Fimmtudag 23. apríl kl. 10 -13
Listsmiðja: Vatnsberinn – Fjall+kona
Listsmiðja fyrir 6-9 ára í tengslum við sýninguna Vatnsberinn- Fjall+ kona í Ásmundarsafni á sumardaginn fyrsta. Smiðjan er undir leiðsögn Emmu Lindahl listgreinakennara og stendur yfir frá kl. 10-13. Ekki þarf að skrá sig á námskeiðið en takmarkaður fjöldi getur tekið þátt. 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com