Betri Kynningarmynd

D28 Örn Alexander Ámundason: Nokkur nýleg verk

Á sýningunni Nokkur nýleg verk veltir Örn því fyrir sér hvort það skipti máli hvað maður sýnir. Og ef það skiptir ekki máli, hvernig ákveður maður hvað sé sýnt og hvernig það sé sýnt?

Örn útskrifaðist frá Listaháskólanum í Malmö (BFA, 2009 og MFA, 2011). Af nýlegum sýningum má nefna Regarding the Light í RAKE Visningsrom, Noregi; Toes/Tær í Verksmiðjunni á Hjalteyri; Sea of Love í SØ, Danmörku; Collaboration Monument í Platform Belfast, N-Írlandi; Myndlist minjar í Listasafninu á Akureyri; Play Along, Recast í Lunds Konsthall, Svíþjóð; Þrykk í Sogn og Fjordane Kunstmuseum, Noregi; The Armory Show í Piers 92&94 í New York, Bandaríkjunum; og Kreppa í Brandenburgischer Kunstverein, Þýskalandi. Nýlegir gjörningar:
Bergen International Perfomance Festival, Noregur; Bästa Biennalen, Svíþjóð; Reyjavik Dance Festival; og ACTS Performance Festival Roskilde, Danmörk.

Síðasta einkasýning Arnar á Íslandi var Hópsýning í Nýlistasafninu. Örn hlaut sænska Edstrandska styrkinn árið 2013.

Í D-sal Hafnarhússins eru að jafnaði sýnd verk eftir listamenn sem ekki hafa áður haldið einkasýningar í stærri söfnum landsins. Markmið sýningaraðarinnar er að gefa efnilegum listamönnum tækifæri til að vinna innan veggja safnsins og beina athygli gesta að nýjum og áhugaverðum hræringum innan listheimsins.

Örn Alexander Ámundason er fimmti og síðasti listamaðurinn til að sýna í D-salnum árið 2016.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com