
Creative Europe – styrkir
Styrkjamöguleikar í Menningaráætluninni Creative Europe – Undirbúningur að þátttöku þarf að hefjast núna.
Umsækjendur þurfa að vera lögaðilar til minnst tveggja ára við umsóknarfrest 5. október 2016.
Evrópsk samstarfsverkefni minnst 3 lönd í samstarfi. Umsóknarfrestur er til 5. október 2016 kl 10.
Forgangsatriði eru:
Lán á listaverkum milli landa, ferðir og sýningar á alþjóðavísu
Ná til fleiri áhorfenda/áheyrendahópa.
Ný viðskiptamódel, þjálfun og menntun.
2 tegundir samstarfsverkefna:
Flokkur 1: minni samstarfsverkefni. Minnst 3 þátttakendur frá 3 löndum ESB lista
Styrkupphæð er allt að 200.000€ eða mest 60% af kostnaði. Verkefnið getur staðið yfir í allt að 4 ár.
Flokkur 2: stærri samstarfsverkefni.
Minnst 6 þátttakendur frá 6 mismunandi Evrópulöndum Styrkupphæð er allt að 2.000.000€ eða sem nemur 50% af kostnaði. Verkefnið getur staðið yfir í allt að 4 ár.
https://www.rannis.is/sjodir/menning-listir/creative-europe/menning/samstarfsverkefni/
Evrópsk svið/platform – umsóknarfrestur er til 5. október 2016 kl 10
Styrkur til að koma á framfæri ungum og upprennandi listamönnum byggir á samstarfi milli landa. Markmiðið er að ná til fleiri áheyrenda, örva evrópskar sýningar á erlendum verkum. Minnst 10 stofnanir frá 10 löndum (minnst 5 ESB lönd)
Styrkupphæð er allt að 500.000€ eða allt að 80% af kostnaði verkefnis.
https://www.rannis.is/sjodir/menning-listir/creative-europe/menning/evropskir-vettvangar/
Evrópsk net umsóknarfrestur er til 5. október 2016 kl 10
Styrkur er veittur til neta á öllum lista- og menningarsviðum sem þegar hefur verið komið á fót.
10 evrópsk lönd a.m.k. vinna saman og 15 stofnanir.
Styrkupphæð er allt að 250.000€ eða mest 80% af kostnaði verkefnisins.
https://www.rannis.is/sjodir/menning-listir/creative-europe/menning/evropsk-tengslanet/
ath. Einstaklingar geta ekki sótt um styrki í menningaráætlunina.
Creative Europe skrifstofan er opin frá 8-16 til skrafs og ráðagerða.