SIM Logo

Covid-19 og hugsanlegar atvinnuleysisbætur til myndlistarmanna

Kæru félagsmenn SÍM

Skrifstofa SÍM og önnur aðildarfélög BÍL eru að kanna hvort að þær atvinnuleysisbætur sem ríkisstjórnin hefur kynnt muni koma félagsmönnum að gagni, og þá hvernig.

Um leið og við höfum fengið haldbær svör frá hinu opinbera, og upplýsingar um hvernig sé hægt að bera sig að, munum við senda þær út til ykkar.

En eins og er höfum við ekki upplýsingar til að miðla.

Við vonum að flensan láti ykkur í friði, að þið haldið sálarró ykkar, og að sköpunargáfan blómstri.

Anna Eyjólfs
formaður SÍM

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com