25ad00d5 93ec 4c95 B95f 2e5a5ca40af3

OUT OF CONTROLL IN VENICE: ÍSLENSKI SKÁLINN Í FENEYJUM FRAMKVÆMDUR AF TVEIM TRÖLLUM

(english below)

Fylgstu með tröllunum á instagram:

@icelandicpavilion

#outofcontroll #egillsæbjörnsson #icelandicpavilion2017

Miðvikudaginn 2. febrúar 2017, staðfesti Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar að Egill Sæbjörnsson, sem hefur verið valinn sem fulltrúi Íslands á 57. Feneyjatvíæringnum – La Biennale di Venezia, hefur látið listræna stjórn íslenska skálans 2017 í hendur Ūgh and Bõögâr, tveggja trölla sem nýverið gerðust listamenn. Verkið ber titilinn Out of Controll in Venice, og verður verkefni Ūgh and Bõögârs undir stjórn Stefanie Böttcher, sýningarstjóra og safnstjóra Kunsthalle Mainz í Þýskalandi.

Hver er við stjórnvölinn? Hver stýrir gjörðum okkar, þekkingu, hugsunum og jafnvel ímyndunarafli okkar? Hver nýtir sér hvað og hverja? Allt eru þetta spurningar sem Egill Sæbjörnsson veltir iðulega upp í verkum sínum. Hann glæðir hefðbundna hluti lífi í gegnum einstakan ímyndunarheim sinn með því að varpa á þá hreyfimyndum, ljósvörpunum og hljóði, veitir þeim rödd og einstaklingseðli sem undir öðrum kringumstæðum yrði annars ekki sjáanlegt. Þegar strokleður fer á flug, steinar byrja að syngja og handtöskur setja á svið dansverk, er hefðbundnum samböndum og stigveldum á milli hluta og hugmynda ögrað og þau endurskilgreind.

Á meðan Ūgh and Bõögâr kunna að virðast tilheyra stjórnlausum ímyndunarheimi, kemur með tímanum í ljós að eftir því sem við verjum meiri tíma með þeim í verkinu Out of Controll in Venice, þeim mun heildstæðari verður ímyndaður hliðarheimur þeirra. Tröllin eru nú þegar stór hluti af raunveruleika Egils: eftir að hafa hitt Ūgh and Bõögâr á Íslandi árið 2008, hafa þau fylgt honum alla tíð síðan. Þau hafa þar að auki gengið í listrænum fótsporum hans með því að deila með honum vinnustofu í Berlín, þar sem þau skapa verk og setja upp sýningar. Frásögnina af kynnum Egils við Ūgh and Bõögâr í heild sinni má finna hér [PDF].

Out of Controll in Venice mun teygja sig lengra en inn í íslenski skálinn nær, bæði í tíma og rúmi. Allt frá þessari stundu fram að opnun Feneyjatvíæringsins þegar að sýningin opnar munu Ūgh and Bõögâr lauma sér inn í líf okkar – ekki einungis sem hluti af verki listamannsins, heldur munu sífellt fleiri smátt og smátt dragast inn í heim þeirra og upplifa þar hin ýmsu fyrirbæri, allt frá hugsunum tröllanna og list þeirra, yfir í tónlist og matarvenjur (þeim þykja manneskjur lostæti). Hápunktur upplifunarinnar – stærðarinnar þáttökuverk á Feneyjatvíæringnum 2017 – mun endurspegla bæði ánægjulegar og dökkar hliðar samvista Íslendinga við tröllin í gegnum árin og sýna hvernig einföld samskipti geta þróast í dýpri skilning, breytt viðhorfi okkar, hugmyndum og raunveruleika, auk sambands okkar við umheiminn.

Stefanie Böttcher, sýningarstjóri íslenska skálans 2017 og safnstjóri Kunsthalle Mainz, segir: „Out of Controll in Venice er metnaðarfyllsta verk Egils Sæbjörnssonar hingað til. Án þess að veita því eftirtekt, förum við úr því að vera hlutlausir áhorfendur og verðum á endanum hluti af listaverkinu. Í stað þess að fylgjast með uppátækjum tröllanna, þá eru það við sem fylgst er með, í raun og veru. Frekar en að sækja í heim þeirra sem stendur á mörkum ímyndunar og raunveruleika, þá er verið að sjúga okkur inn í heiminn.“

Björg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, segir:

„Á undanförnum árum hefur íslenski skálinn oftar en ekki verið vettvangur fyrir endurspeglun hverfandi samfélagskerfa –  hvort sem um ræðir hugmyndafræði, þjóðernisleg viðhorf eða goðsagnakenndar staðalímyndir um listamanninn. Verkefnið Out of Controll in Venice mun viðhalda hefðinni, þar sem mörkin á milli þess raunverulega og ímyndaðar hverfa með öllu og við erum dregin inn í heillandi og öfgakenndan heim tveggja trölla.“

Endir

Lestu um kynni listamannsins Egils Sæbjörnssonar við tröllin hér (PDF).

Fylgdu Ūgh and Bõögâr á Instagram

@icelandicpavilion #outofcontroll

Taktu þátt í samtalinu #ughandboogar #egillsaebjornsson #icelandicpavilion2017 #BiennaleArte2017

Exhibition details :

 

Out of Controll in Venice

Íslenski skálinn á Feneyjatvíæringnum 2017

Staðsetning: Spazio Punch, Giudecca

Dagsetningar: 13 Maí – 26 Nóvember 2017

 

Fyrir frekari blaðaupplýsingar og myndir, vinsamlegast hafið samband við:

Helena Zedig

Pickles PR

Email: helena@picklespr.com

Sími: +44 (0) 7803 596 587

eða

Björg Stefánsdóttir

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar

Email: bjorg@icelandicartcenter.is

Sími: +354 562 7262 / 864 6822

 

Hér getur þú náð í myndina: https://we.tl/FHNkyZt7g5

Myndatexti: Egill, Ūgh og Bõögâr. Birt með leyfi listamannsins og Gallery i8.

 

Til upplýsinga:

 

Egill Sæbjörnsson (f.1973) býr og starfar í Berlín og Reykjavík. Í tilraunakenndri list sinni blandar hann saman tónlist, skúlptúrum, vídeóvörpunum og hreyfimyndum, oft við eigin gjörninga, ýmist sem búktalari, leikari, tónlistarmaður, ræðumaður eða söngvari, til að skapa skáldaðar frásagnir. Hversdagslegir hlutir lifna oft við í verkum hans með leikrænu, gáskafullu og jafnvel ljóðrænu ívafi, hvort sem um ræðir plastfötur, veggi, steina eða handtöskur, þar sem möguleikarnir eru endalausir og hið ímyndaða og raunverulega rennur saman. Verk hans og gjörningar hafa verið sýnd í Hamburger Bahnhof, Museum for Contemporary Art í Berlín, Frankfurter Kunstverein, Kölnischer Kunstverein, The Baryshnikov Art Center í New York, Oi Futuro í Rio de Janeiro, PS1 MoMA, Kiasma Helsinki og Museum of Contemporary Art Australia í Sydney. Sem dæmi um sýningar hans í galleríum má nefna: i8 Gallery í Reykjavik, Hopstreet Gallery í Brussel, Isabella Bortolozzi Gallery í Berlín og Johann König Gallery í Berlín. Egill var tilnefndur til Carnegie Art verðlaunanna árið 2010 og verk hans má finna á fjölmörgum opinberum listasöfnum og í einkasöfnum. Nýleg verk hans í opinberu rými eru Steinkugel, varanlegt opinbert listaverk fyrir Robert Koch Institute; auk Berlin and Cascade, ljósainnsetningar fyrir Kunstmuseum Ahlen í Þýskalandi. Árið 2011 vann hann að endurgerð verksins Einstein on the Beach eftir Robert Wilson, í samstarfi við Robert Wilson og Marcia Moraes. Egill hefur einnig gefið út þrjú bókverk samhliða sýningarhaldi og gefið út fimm hljómplötur. www.egills.de

 

Egill Sæbjörnsson er einn af listamönnum Gallery i8. www.i8.is

 

Ūgh and Bõögâr eru 36 metrar á hæð. Þau elska að borða fólk, fela sig á bakvið byggingar og breyta sjálfum sér í nýja hluti. Þau eru grimmilegar verur, en er þau öll þar sem þau eru séð? Búa þau jafnvel yfir dulinni, mýkri hlið? Þegar þau hittu Egil fyrir nokkrum árum byrjuðu Ūgh and Bõögâr að taka eftir því að mannverur kunna hluti sem tröll kunna ekki. Það vakti forvitni þeirra og þau tóku að læra af Agli og öðluðust þannig ástríðu fyrir listum og ferðalögum. Ūgh and Bõögâr eru búin til úr duldum náttúruöflum og eru sjálfstæðar verur. Enginn veit hvaðan þau komu, hversu gömul þau kunna að vera eða hvernig þau komu inn í líf Egils. Frá og með þessari stundu eru þau einnig orðin hluti af þínu lífi, vegna þess að þú hefur lesið um þau.

 

Stefanie Böttcher (f.1978) er listfræðingur og sýningarstjóri. Hún hefur starfað sem safnstjóri Kunsthalle Mainz síðan 2015, þar sem hún hefur m.a. stýrt sýningunum On the Shoulders of Giants og Detail is all, auk einkasýningar líbanska listamannsins Rabih Mroué. Hún starfaði sem listrænn stjórnandi Künstlerhaus frá 2007 til 2013, þar sem hún stóð fyrir fyrstu einkasýningum ungra listamanna á borð við Lara Almarcegui, Ahmet Öğüt, Pilvi Takala og Kateřina Šedá í Þýskalandi. Hún hefur auk þess skipulagt viðamikil rannsóknartengd sýningarverkefni með Tim Etchells og Robert Kinmont. Árið 2013 veitti Goethe-Institut henni styrk til faglegra rannsókna í Serbíu, og sama ár stýrði hún samsýningunum 7 Ways to Overcome the Closed Circuit og 8 Ways to Overcome Space and Time í samstarfi við MoCAB safnið í Belgrad. Stefanie hefur einnig skrifað ýmsa texta fyrir sjálfstæða listamenn og um útópiíu hugtakið í tengslum við myndlist.

 

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar (KÍM) er staðsett í Reykjavík og styður við íslenska listamenn á erlendri grundu. Í samstarfið við Mennta- og menningarmálaráðuneytið leitast KÍM við að styrkja tengsl íslenskrar og alþjóðlegrar myndlistar í alþjóðlegu samhengi. Miðstöðin aðstoðar listamenn og aðra sérfræðinga við fjármögnun og skipulag verkefna erlendis og stuðlar að samstarfi á milli opinberra og einkaaðila, samtaka og fyrirtækja á alþjóðavísu við listræn verkefni. Kynningarmiðstöðin ber ábyrgð á framkvæmd verkefnisins fyrir hönd Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. www.icelandicartcenter.is

 


On Wednesday 1 February 2017, the Icelandic Art Center announced that Egill Sæbjörnsson, the artist selected to represent Iceland at the 57th International Art Exhibition – La Biennale di Venezia (13 May – 26 November 2017), has handed over the creation of the Icelandic Pavilion 2017 to Ūgh and Bõögâr, two Icelandic trolls turned artists. Entitled Out of Controll in Venice, Ūgh and Bõögâr’s project will be curated by Stefanie Böttcher, Director of Kunsthalle Mainz.

Who has control? Who is guiding our actions, our knowledge, our thoughts, even our powers of imagination? Who is exploiting whom or what? These are questions that Egill Sæbjörnsson consistently grapples with in his work. In phantasmagorical settings, he fills dormant objects with life by overlaying them with animations, projections of light and sounds, allowing their voices to be heard and their characters to be experienced. When an eraser starts flying, stones begin singing or handbags perform a choreographed piece, established relationships and hierarchies are challenged and inverted.

While Ūgh and Bõögâr may appear to belong to an archaic world of fantasy, the more time we spend with them in Out of Controll in Venice, the more concrete this seemingly other world becomes. For Sæbjörnsson the trolls are already part of his reality: having encountered Ūgh and Bõögâr in Iceland in 2008, wherever Sæbjörnsson goes, they follow. They have even followed in his artistic footsteps, sharing his studio space in Berlin, creating works and presenting exhibitions. The full story of the artist’s encounter with Ūgh and Bõögâr can be found here: Trollbook [PDF].

Out of Controll in Venice will extend beyond the Pavilion of Iceland, both in time and space. From now until the opening of Biennale Arte 2017 and beyond, Ūgh and Bõögâr will be infiltrating our lives – no longer just the artist’s, but bit by bit, more and more people will be drawn into their world, encountering everything from the trolls’ thoughts and artistic output, to their music and culinary habits (they enjoy eating humans). The culmination of this encounter – a large-scale, immersive and participatory presentation for Biennale Arte 2017 – will share Iceland’s joyous and terrifying co- existence with the trolls to the wider world, revealing how a simple exchange can evolve into deeper understanding, transforming our perspectives, our ideas of truth and reality, and our relationship with the world.

Stefanie Böttcher, curator of the Icelandic Pavilion 2017 and Director of Kunsthalle Mainz, said: “Out of Controll in Venice is Egill Sæbjörnsson’s most ambitious work yet. Without noticing, we outgrow the role of passive observer and gradually grow into the artwork. Rather than following the activities of the trolls, it is we who are being followed. Rather than seeking an encounter with this world situated between imagination and reality, we are being sucked into it.”

Björg Stefánsdóttir, Director of the Icelandic Art Center, said: “In recent years, the Icelandic Pavilion has frequently been a venue for dissolving social constructs – whether they be ideologies, nationalist sentiments or the myth of the artist. This tradition continues with Out of Controll in Venice, where the boundary between the real and the imagined completely dissolves as we are drawn into the enthralling and ferocious realm of two trolls.”
Read about Egill Sæbjörnsson’s encounter with Ūgh and Bõögâr in the Trollbook [PDF]

Continue following the trolls’ journey to Biennale Arte 2017 on Instagram

@icelandicpavilion #outofcontroll
Join the conversation #icelandicpavilion2017 #ughandboogar #egillsaebjornsson

#BiennaleArte2017

Exhibition details :

Out of Controll in Venice

Pavilion of Iceland at Biennale Arte 2017 Location: Spazio Punch, Giudecca
Running dates: 13 May – 26 November 2017

For further press information and images, please contact:

Helena Zedig
Pickles PR
Email: helena@picklespr.com Tel: +44 (0) 7803 596 587

Notes to Editors:

Egill Sæbjörnsson (b.1973) lives and works in Berlin and Reykjavik. At the forefront of experimentation, he combines music, sculpture, video projection and animations, as well as his own performance – whether as
a mime artist, speaker, actor, musician, or singer – to create fictional spatial narratives. Theatrical, poetic and playful, ordinary dormant objects come alive in Sæbjörnsson’s works – be they plastic buckets, a wall, rough stones or handbags – drawing the viewer into a wondrous world where the real and the imagined collide.

Sæbjörnsson works and performances have been shown at The Hamburger Bahnhof – Museum for Contemporary Art in Berlin, Frankfurter Kunstverein, Kölnischer Kunstverein, The Baryshnikov Art Center in New York, Oi Futuro in Rio de Janeiro, PS1 MoMA, Kiasma in Helsinki and Museum of Contemporary Art Australia in Sydney. Gallery shows include: i8 Gallery Reykjavik, Hopstreet Gallery Brussels, Isabella Bortolozzi Gallery Berlin and Johann König Gallery Berlin. Sæbjörnsson was nominated for the Carnegie Art Awards in 2010 and his works can be found in several private collections and museums. Recent public works include Steinkugel, a permanent public art work for the Robert Koch Institute; and Berlin and Cascade, an extended light installation for the Kunstmuseum Ahlen. In 2011 he collaborated with Marcia Moraes and Robert Wilson on a remake of Wilson’s Einstein on the Beach. Sæbjörnsson has also published three books in conjunction with his work and released five albums. www.egills.de

Egill Sæbjörnsson is represented by i8 Gallery. www.i8.is

Ūgh and Bõögâr are Icelandic trolls. They are 36 meters tall and love to eat people, hide behind buildings and – being shapeshifters – transform themselves into new things. They are ferocious
beings, but is that all there is to them? Or do they have a hidden, softer side? Meeting Egill Sæbjörnsson some years ago, Ūgh and Bõögâr started to notice that humans know things trolls don’t know. It made them curious and they started to learn from him, developing a passion for art and traveling. Ūgh and Bõögâr are forces, entities, phenomenons of nature. Nobody know where they come from, how old they are or how they entered Sæbjörnsson’s life. Now they have entered yours, since you have read about them.

Stefanie Böttcher (b. 1978) is an art historian and curator. Since 2015, she has been the director of Kunsthalle Mainz, where she curated On the Shoulders of Giants and Detail is all, as well as a solo exhibition with Lebanese artist Rabih Mroué. She worked as artistic director of the Künstlerhaus from 2007 until 2013, where she gave young international artists such as Lara Almarcegui, Ahmet Öğüt, Pilvi Takala and Kateřina Šedá their first solo shows in Germany. In addition, she has organised extensive survey exhibitions of works by more seasoned practitioners such as Tim Etchells and Robert Kinmont. In 2013, the Goethe-Institut awarded her a curatorial research stipend for Serbia, and the same year she curated the group exhibitions 7 Ways to Overcome the Closed Circuit and 8 Ways to Overcome Space and Time, in collaboration with the Museum of Contemporary Art Belgrade (MoCAB). Böttcher has also published broadly on individual artists and art as a site for utopia.

The Icelandic Art Center (IAC) Based in Reykjavik, the Icelandic Art Center (IAC) is dedicated to promoting Icelandic visual arts internationally. Affiliated with Iceland’s Ministry of Education, Science and Culture, the IAC strengthens networks between the visual arts scene in Iceland and the global cultural sphere. Through funding and logistical assistance IAC helps Icelandic artists and arts professionals in producing projects abroad, and facilitates cooperation with public and private associations, organisations, and enterprises worldwide. The Icelandic Art Center (IAC) is Commissioner of the Icelandic Pavilion at the 57th International Art Exhibition – La Biennale di Venezia on behalf of the Icelandic Ministry of Education, Science and Culture. www.icelandicartcenter.is

Read More

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com