“Constructed Horizons” @ HARPA. June 15th – July 31st – Alexander Zaklynsky

38_harpspace1

 

38_harpspace3

 

„Constructed Horizons“ er hópur málverka þar sem dýpt sjónarinnar er könnuð.

“Þegar athugandi hreyfist gefur sjáanleg hlutfallsleg hreyfing ýmissa kyrrstæðra hluta á móti bakgrunni til kynna hlutfallslega fjarlægð þeirra. Vísbending. Ef stefna þeirra og hraði hreyfingarinnar eru þekkt getur sýndarfærsla hreyfingar veitt upplýsingar um raunverulega dýpt?”

Sjóndeildarhringurinn táknar hið óínáanlega, vegalengdina að brún jarðar. Skynjun okkar er bundin þeim sjóndeildarhring og miðast sífellt við hann. Raunveruleg nálægð hans er óefnisleg, aðeins er unnt að fara einu sinni yfir þann þröskuld, ef það er þá nokkurn tíma mögulegt.

Þessi verk voru unnin austur á Seyðisfirði á undanförnum átta mánuðum í dvöl í þverfaglegu kommúnunni Heima. Alexander Zaklynsky er að undirbúa meistaranám í haust við the Art Science Interfaculty við konunglega listaskólann og Konunglegu listaakademíuna í Haag.

Yfirlýsing listamannsins:

Helsti drifkrafturinn í sköpunarferli mínu er að brjóta tví- og þrívíð svið hefðbundinnar myndlistar í fjórðu víddina. Tjáning, sértekning, framsetning, nývíddarstefna koma saman í verkum mínum í gegnum íhugandi könnun fjarvíddar, litar og byggingar. Markmið mitt er að byggja efnislega og sjónræna örvun inn í upplifanir fjölskynjunar sem leiða skoðandann til að staðnæmast og íhuga. Verk mín lóðsa um landslagið og sýna nýja útsýnisstaði.

Í málverkum mínum blanda ég saman ljósmyndum og hönnuðum hlutum með lagskiptum samsetningum lita, mynstra og stensluðum myndum. Ég vinn með mismunandi miðla og aðferðir, þar sem ég nota málverkin mín sem stiklur yfir í stemmningsskúlptúra og ljóð-/sjónrænar innsetningar. Ég er með ýmiss konar þemu í verkum mínum úr fornum goðsögnum, minni eigin arfleifð, nýjum miðlum og félagslegum straumum til rannsókna á list og framsetningu hennar í nútímamenningunni. Ég þróa list mína með stúdíóvinnu sem samanstendur af samvinnu, rannsóknum, könnun og tilraunavinnu. Við athugun á sköpunarferlinu leita ég leiða til að ná fagurfræðilegu jafnvægi með bæði huglægum og sjónrænum skýrleika.

Listamenn sem hafa hvetjandi áhrif á athuganir mínar eru Kandinsky, Roothko, Klimt og umfram allt Turrell. Kandinsky ástundaði að tákna fjölskynjun/(pursued symbolizing synesthetic ideologies?) en líta má á Turrell sem ljósvísindamann sem færir út mörk fjölskynjunar. Meginþema í verkum mínum og athugunum er fjölskynjun og mismunandi birtingarform hennar í orði og á borði í nútímasamfélagi. Þessir listamenn aðhylltust fjölskynjun í misjöfnum mæli, ekki endilega líkamlega/andlega birtingarmynd, heldur þá hugmynd að heildarlistaverkið yrði að sameina margar aðferðir í listum í nýjan miðil byggðan á reynslu. Nýir miðlar hafa aukið við landslag mannlífsins með tengslum, mögulegum alls staðar og undireins. Hvaða áhrif hefur það á ástand okkar og hefur listin í heild þróast í nýjan miðil eða Golíat undirmeðvitundarinnar?

 

 

——————————————

 

“Constructed Horizons” @ HARPA. June 15th – July 31st

 

“Constructed Horizons” is a set of paintings exploring the depth of vision.

“When an observer moves, the apparent relative motion of several stationary objects against a background gives hints about their relative distance. If information about the direction and velocity of movement is known, motion parallax can provide absolute depth information.”[5]

The Horizon represents the unattainable, the distance to the edge of the earth. Our perception is bound to this horizon and constantly oriented by it. Its physical presence is ethereal, passing this threshold can only be done once if it can be done at all.

These works have been produced in Seydisfjordur, East Iceland in the last 8 months during a residency at the Heima Collective. Zaklynsky is currently preparing for a masters program at the ArtScience Interfaculty at the Royal Conservatory and Royal Academy of Art in Den Haag beginning in the fall.

Artist Statement:

Breaking the two and three dimensional fields of traditional art into the fourth dimension is a primary drive in my creative process. Infusing these fields with aesthetic resonance is the goal. Expression, abstraction, representation and spatialism converge in my work through meditative explorations of perspective, color and structure. I aim to build physical and visual stimuli into multi sensory experiences that lead the viewer to a state of reflection and pause. My work navigates the contemporary landscape establishing platforms from which to gain new perspectives.

In my paintings I work with collaging photographic and designed elements, layering combinations of color, patterns and stenciled imagery. I work with a broad range of media and techniques, using my paintings as stepping stones into atmospheric sculptures and audio/visual installations. I incorporate various themes in my work, from ancient mythologies, my own heritage, new media and societal trends to investigations of art and its presentation in contemporary culture. I develop my art through a studio practice of collaboration, research, exploration and experimentation. In exploring the creative process I search for ways to achieve an aesthetic balance with conceptual and visual clarity.

Artists that inspire my explorations are Kandinsky, Rothko, Klimt, and above all Turrell. Kandinsky pursued symbolizing synesthetic ideologies while Turrell can be viewed as a scientist of light pushing the boundaries of synesthestic perception. A major theme in my work and research is synesthesia and its various manifestations in theory, practice and function in contemporary society. These artists entertained to various degrees synesthetic tendancies, not necessarily in the physical / mental manifestation, but in the idea that the total art work must synthesis multiple modalities of the arts into a new experiential media. New media has vastly broadened the landscape of the human condition through an almost ubiquitous and immediate interconnectedness, how does this effect our condition and has the total art work evolved into a total new media or a goliath of the subconscious?

 

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com