Í Kurant, Við Verk Sigthoru

Computer Spirit í Reykjavík

Myndlistarkvendin Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir, Freyja Eilíf og Sigthora Odins opna sýninguna Computer spirit miðvikudaginn 7. mars kl. 18:00 – 21:00, annars vegar í Ekkisens (Bergstaðastræti 25B) og hins vegar í Gallery Port (Laugavegi 23B). Sýningin stendur til 13. mars og verður opin 16:00 – 20:00 á virkum dögum og 14:00 – 20:00 um helgar. 

COMPUTER SPIRIT er samsýning sem býður gesti velkomna inn í veröld óséðra tengsla milli tölvunnar og mannsins, að hliði sýndarveruleikans þar sem dreginn er fram rafmagnaður andi andans, íklæddur holdi af innra hugbúnaði.

Á sýningunni er heimur tölvunnar meðal annars rannsakaður með aðerðum andlegra vísinda og meðvitund hennar efnisgerð með tækjum og tólum myndlistarinnar. Þá stendur gestum til boða að fylgja hugleiðslu inn á stafrænar víddir sem og upplifa verk sem má skilgreina sem atburði, ýmist í efnivið eða rými.

Computer spirit var frumsýnd í febrúarmánuði á þessu ári í Tromsö, Norður-Noregi, í samvinnu við Kurant Visningsrom, Norsk Kulturråd og Troms Fylkeskommune. Það flæðandi kollektíf sem stendur að baki sýningunni varð til árið 2016 þegar fjórar myndlistarkonur tóku þátt í Tallinn Art Week listahátíðinni í Eistlandi með sýningu sem bar heitið Stream in a Puddle. Computer Spirit er þeirra annað samvinnuverkefni.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com