Ingunn

CLOSEUPS – Ingunn Vestby

Norska listakonan Ingunn Vestby opnar sýningu á verkum sínum í Black Box Norræna hússins 9. janúar kl. 17. Boðið verður upp á léttar veitingar. Allir velkomnir!

Ingunn er fædd 1956 í Noregi en hefur verið búsett í Danmörku um nokkuð skeið. Ingunn vinnur með blandaða tækni og notar ljósmyndir, textíl og málverkið gjarnan hvort fyrir sig eða samblandað.

Sýningin ber heitið CLOSEUPS og þar sýnir hún á abstrakt hátt myndmál hringrásar náttúrunnar. Myndirnar endurspegla ferla og stöðuga endurtekningu svo óljóst er hvort eitthvað sé að fara að myndast eða leysast upp. Sýningin sem sýnd er í Norræna húsinu samanstendur af ljósmyndum og blandaðri tækni.

Aðgangur á sýninguna er ókeypis.

Ingunn Vestby stundaði nám við Kaupmannahafnarskóla Applied Arts og í NY Carlsberg Glyptoteks teaching School. Síðustu 30 ár hefur hún unnið sem sjónlistamaður og tekið þátt í fjölmörgum hópsýningum, biennals-og trieníum víða um heim.

http://www.ingunnvestby.com/

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com