Cecilia2

Cecilia Durand sýnir í Harbinger

(English below)

Cecilia Durand: Augun pírð
Opnun: 6.janúar, 20:00 – 22:00
Það er okkur sönn ánægja að kynna Cecilia Durand (1946) sem fyrsta myndlistarmann sýningarraðarinnar “Eyja / Island”. Sýningarröðin samanstendur af myndlistarmönnum sem eiga það sameiginlegt að fást við eyjur sem stað sem vegur salt milli innikróunar og afturhaldsemi annars vegar og hins vegar paradísar sem upphefur andann og veitir hugarró.
Cecilia hefur átt viðburðarríka ævi og hefur búið í nánast öllum heimshornum. Það er þó vera hennar á Andaman eyjum sem hefur haft mótandi áhrif á hana. Þar dvaldist hún sem lítill stúlka nokkra mánuði á ári hjá föður sínum sem var þar við mannfræðistörf.
Á þessum miðbaugseyjum eru engar árstíðir. Sólin rís að morgni og hnýgur að kveldi. Hún lýsir veru sinni á Andaman eyjum eins og hvarfi inní í heim þar sem tíminn stendur í stað. Íbúarnir sem höfðu hvorki ritmál né tímatal virtust steinrunnir í fornöld.
“Í gær verður aftur í dag. Við vöknum, leitum matar og setjumst með afrakstur dagsins. Stjörnurnar birtast á himninum og við sameinumst öðrum jarðarbúum í aðdáun okkar á endaleysum alheimsins. Á morgnana birtist sjóndeildarhringurinn líkt og leiktjöld sem umkringja eyjuna og við endurtökum hversdagslegan leikþátt horfinna tíma.”
Á opnuninni munu Samtök ungra skálda (SUS) flytja texta um suðrænu, heimsendi og eyjar. Kristín Svava Tómasdóttir og Lommi stýra viðburðinum.
Sýningin stendur til 29. janúar 2017.
Sýningarstjórar: Unndór Egill Jónsson & Una Margrét Árnadóttir
– Þar sem að þetta er þrettándinn og jafnframt fyrsta sýning ársins ætlum við að fagna með nýaldar og suðurhafseyja stemmingu. Boðið verður upp á exótískar veitingar og drykki á meðan dularfull orka þrettándans svífur yfir. Stjörnuljós munu skína og grillið loga.

Við vekjum athygli á nýjum opnunartímum Harbinger árið 2017, fimmtudagar frá 17-20 og föstudagar og laugardagar frá 14-17.

 

Viðburðurinn á Facebook.


Cecilia Durand: Squint
Opening: 6. january, 20.00 – 22:00
It is our pleasure to introduce Cecilia Durand (1946) as the first artist exhibiting in the series “Island”. The series includes artists dealing with islands as a place that bounces between being both a place of imprisonment and restraint, and a paradise that elevates ones’ spirit and fills with exuberance.
Cecilia’s life has been eventful and she has lived all across the globe. Yet it is her stay at Andaman islands that has shaped her the most. As a little girl she dwelled there a couple of months each year while her father conducted anthropological studies.
On these islands there are no seasons. The sun rises in the morning and sets in the evening. She describes her stay there as vanishing into a world where time does not seem to pass. The inhabitants, who had neither a calendar nor written language, seemed to be carved from the past.
“Yesterday will become today. We wake up, search for food and sit down with the rewards of the day. The stars appear in the sky and we unite with the rest of the world in our admiration of the endlessness of the universe. In the morning the horizon appears again and sets the stage for a roleplay of a bygone era. “
At the opening The Young Poets Society will host a reading on islands, the apocalypse and all things tropical.
The exhibition is open until the 29th of January 2017.
Curators: Una Margrét Árnadóttir & Unndór Egill Jónsson.
– Since it is the first exhibition of the year we are going to celebrate with new age and Pacific island atmosphere. There will be exotic drinks and refreshments. Sparklers will shine and the barbecue flame.

Please note, Harbinger has new opening hours for the year 2017, Thursdays from 5-8pm and Fridays and Saturdays from 2-5pm.

 

The event on Facebook.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com