Camilla2

CAMILLA VUORENMAA / HÁDEGISFYRIRLESTUR Í MYNDLISTARDEILD

CAMILLA VUORENMAA

HÁDEGISFYRIRLESTUR Í MYNDLISTARDEILD

Föstudaginn 23. október kl. 13 heldur myndlistarmaðurinn Camilla Vuorenmaa opinn fyrirlestur um verk sín og vinnuaðferðir í fyrirlestrarsal myndlistardeildar að Laugarnesvegi 91.

Camilla Vuorenmaa býr og starfar í Helsinki en dvelur um þessar mundir í gestavinnustofu SÍM í Reykjavík. Hún lauk meistaranámi í myndlist árið 2005 frá Listaakademíunni í Helsinki.  Camilla hlaut verðlaun finnsku listaakademíunnar sem veitt voru í annað sinn síðastliðið vor og mun hún halda að því tilefni einkasýningu árið 2016 í EMMA – Espoo Museum of Modern Art í Finnlandi.  Árið 2013 hlaut Camilla International solo verðlaunin og hélt einkasýningu í Konsthal Charlottenborg í Kaupmannahöfn árið 2014.

Í erindi sínu mun Vuorenmaa veita innsýn í verk sín og vinnuaðferðir ásamt því að fjalla nánar um undirbúning á nokkrum nýlegum sýningum. Í listsköpun sinni rannsakar hún tilfinningar, ákveðin augnablik og hvernig glíma eigi við eigin tilfinningar.  Hún leitar oft í fornar sögur og bókmenntir sem áhrif hafa haft á hana í gegnum árin, hún fjallar um fólk og viss augnablik þar sem hversdagslíf og heilagleiki mætast. Verk hennar hafa verið sýnd víða í Finnlandi, Svíþjóð, Danmörk og Bretlandi.

Í umfjöllun um einkasýningu Vuorenmaa í The International Solo Award segir m.a.;

Camilla Vuorenmaa’s imposing woodcuts are definitely nothing like the virtually streamlined high definition of the cineasters; the physical, crude and wrong. But their reference to traditional woodcut goes through time and thus backwards through the filter and strictly reduced palette of digitisation. In this way her works appear in a synthetic range of colours immediately in continuation of the computer’s range of colours. As such they look like ancient monuments visually formatted by the present to a degree where they get lost in the reproduction loop – a ghost of an image, a preview, a thumbnail, an errant idea, (…)

Marie Kolbaek Iversen

Frekari upplýsingar um Vuorenmaa má finna á heimasíðunni http://www. camillavuorenmaa.com

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

 
Opnir fyrirlestrar í myndlistardeild

Á ári hverju heldur fjöldi lista- og fræðimanna erindi um verk sín og hugmyndir á fyrirlestrum í myndlistardeild. Fyrirlestrarnir eru opnir almenningi og er ætlað að kynna margþætt viðfangsefni úr heimi lista og samtímamenningar og hvetja til umræðu um þau. Fyrirlestrarnir eru mikilvægur þáttur í starfsemi deildarinnar og eru ætlaðir til að efla tengsl milli nemenda og starfandi lista- og fræðimanna.

Fyrirlestrar í myndlistardeild fara fram í fyrirlestrarsalnum að Laugarnesvegi 91. Þeir eru opnir almenningi og er aðgangur ókeypis.

 

CAMILLA VUORENMAA

OPEN LECTURE AT THE DEPARTMENT OF FINE ART

On Friday the 23rd of October at 1 pm an open lecture by the artist Camilla Vuorenmaa will be held at the Department of Fine Art, Laugarnesvegur 91.

Vuorenmaa lives and works in Helsinki, Finland but is currently staying in Iceland for a residency at The Association of Icelandic Artists in Reykjavik. Vuorenmaa finished her Master degree in fine arts in 2005 from the Academy of Fine Arts in Helsinki, Finland. She was awarded with the Fine Arts Academy of Finland’s award earlier this year. The prize consists of funding and a solo exhibition in EMMA – Espoo Museum of Modern Art. In 2013 she was awarded the International solo award in the Spring exhibition, and held therefore a solo exhibition in Konsthal Charlottenborg Copenhagen in 2014.

 

In her lecture Vuorenmaa will provide some insight to her work and working methods as well as discuss the preparation of several recent exhibitions carried out during the past few years.  Her work is based on intensive research of a certain feeling, a moment, struggle with one´s individuals emotions. Her work has been exhibited widely in Finland, Sweden, Denmark and England.

Further information on Camilla Vuorenmaa can be found on her web page http://www. camillavuorenmaa.com

The Open Noon lectures at the IAA are free of charge and open to all.  The lecture by Camilla Vuorenmaa will be held in English.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com