Almar

Búskipti í Midpunkt – Almar S. Atlason opnar sýningu 6.apríl

Laugardaginn 6. Apríl opnar Almar S. Atlason sýna fyrstu einkasýningu sína eftir nám í menningarrýminu Midpunkt í Kópavogi. Í sýningunni veltir listamaðurinn fyrir sér eðli hjónabandsskilnaðar með því að skera í sundur Kitchen-Aid vél. Aðgerðin er bæði gróf og groddaleg, en líka vandasöm og óvenju flókin.

Almar er mörgum Íslendingum vel kunnur eftir gjörning sinn á fyrsta ári í listaháskólanum þar sem hann dvaldi í kassa heila viku. Hann útskrifaðist úr skólanum í fyrra og er þetta fyrsta einkasýningin eftir útskrift. Almar hefur fengist við málaralistina, en í sýningunni má sjá bæði málverk, prentverk, höggmyndir og vídjóverk sem varðveita gjörninga. 

Midpunkt er menningarrými staðsett í Hamraborg 22 Kópavogi. Rýmið er rekið af Ragnheiði S. Bjarnarson dansara og Snæbirni Brynjarssyni rithöfund

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com