Brynjar Helgason sýnir í Stúdíó Irmu

Verið velkomin á  sýnininguna Málefni og frásagnir með verkum eftir Brynjar Helgason.

Sýningin opnaði föstudagurinn. 10 febrúar og er í Irma Stúdíó. Skipholti 33 (bak við Bingó)

Sýningin er opin frá 9-17 virka daga. Einnig má hafa samband við Katrínu Ingu, eða Brynjar og fá leiðsögn á milli 12 og 13.
…Það er margmiðlað safn tilfinninga. Hver um sig, hvert verk um sig – auglýsing, einhverskonar. Þannig ‘tökumst við á flug’ daglega í huganum. Þrátt fyrir allt amstur þá eru hér ótal ‘sendiboðar’ – eiginlega í taugafræðilegum skilningi. Þá má ‘tappa inn’.

Brynjar Helgason er fæddur í Danmörku 1991. Hann ólst upp í Reykjavík og útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2014. Síðast liðin ár hefur hann verið við störf í Amsterdam og annarstaðar á meginlandi Evrópu.

Irma Studíó hefur tekið á það ráð að skapa sýningavettvang innan veggja fyrirtækisins og skapa þannig tækifæri fyrir aukinn sýnileika listar í samfélaginu og því ber að fagna. Það er vöntun á sýningarrýmum í Reykjavík samhliða stígandi fjölgun listamanna á Íslandi – Listaháskólinn framleiðir listamenn sem síðan dreifa sér um allt samfélagið í hin ýmsu störf – Irma studio er eitt af þeim fyrirbærum sem listamenn laðast að – þar sem þekkingu þeirra og kunnáttu er tekið fagnandi og nú tekur Irma skrefið til fulls og býður listamönnum óháðan sýningarvettvang.


English:

Gallery Irma welcomes you to  the exhibiton Affairs and tales by Brynjar Helgason.

It opened on Friday, February 10 at Irma Gallery, Skipholti 33. It is open from 9-17 on weekdays.

…It is a multimediated collection of sensations. Each one, each piece by itself – an illumination, of a kind. Thereby we ‘flyby’ daily in our minds. Despite any routine there are innumerable ‘messengers’ – naturally in a neurological sense. You may ‘tap in’.

Brynjar Helgason is born in Denmark 1991. He grew up in Reykjavík and graduated from the Icelandic Art Academy 2014. In the recent years he has been operating in Amsterdam and elsewhere in mainland Europe.
Brynjar Helgason – 662 1484 / listamaður sýningar
Katrin Inga Jonsdóttir Hjördísardóttir – 770 3135 / sýningarstjóri og galleristi sýningarinnar

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com