VerkEfni Tolvupostur

Brynhildur Þorgeirsdóttir myndhöggvari opnar sýningu á vinnustofu sinni á Bakkastöðum

VerkEfni  –  Kynning á störfum myndhöggvara  

Brynhildur Þorgeirsdóttir myndhöggvari opnar sýningu á vinnustofu sinni á Bakkastöðum 113, 112 Reykjavík. Opið verður í september á laugardögum og sunnudögum kl. 14 – 18. Og á öðrum tímum eftir samkomulagi í síma 895 9897, hægt er að taka á móti 10 manna hópum.

Vinnustofan og staðsetning hennar er ævintýraheimur útaf fyrir sig. Til sýnis verða nýjir og eldri skúlptúrar og lögð áhersla á kynning á verkefnum tengdum vinnu myndhöggvara, sem í þessu tilfelli er með sérþekkingu á gleri og steinsteypu: Útilistaverk fyrir einkagarða  –  Módel og tillögur af útilistaverkum fyrir almennings rími – Glerflísar og mósaik verkefni – Hellur og  steinagólf  – Innréttingar / innsetningar – Legsteinar og fl.

Ath.  Sunnudaginn 20.9. lýkur „Yfir Gullinbrú“ sýningu Myndgöggvarafélagsins í Reykjavík. Verk Brynhildar „ Tíminn og Efnið „ er staðsett við milli göngu og reiðstígs á móts við Barðastaði 35, sem er í 4 mín. göngufæri frá vinnustofunni.

Þessi sölu og kynningarsýning er styrkt af Reykjavíkurborg: Menningarstyrkur vegna Covid-19

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com