Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir sýnir í Týsgallerí

 

English belowVerið velkomin á opnun í Týsgallerí.

Fimmtudaginn 14. maí, klukkan 14, opnar í Týsgallerí sýningin Holning / Physique með verkum Bryndísar Hrannar Ragnarsdóttur. Sýningin stendur til 7. júní.

Sýningin er hluti af dagskrá Listahátíðar.

Holning er titill á sýningu eftir Bryndísi Hrönn Ragnarsdóttur. Hluti verkanna eru unninn beint á veggi rýmisins með náttúrulegri vörpun, teikningu, taktfastri hreyfingu og hjúpun. Auk þess verða á sýningunni teikningar af feitu fólki og málmskúlptúrar sem faðma burðarveggi ókunnugra húsa. Saman mynda verkin heild sem hvílir í kjöltu Týsgallerís.

Á brúnni runnu saman stálklæddir turnar, grár himinn og reykbólstrar. Turnarnir þrír voru ferningslaga eins og selenít kristallar, himininn var grár og kaldur eins og loftið næst mér og brúarhengið var fölgult.
Brúin hallaði dálítð útavið og það var hált. Ég var hrædd um að renna út í ána eða á brúarhengið sem var úr pottjárni undir þykkri fölgulri málningunni, fá blæðandi gat á höfuðið.

Bryndís nam myndlist við fjöltæknideild Listaháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan með B.F.A gráðu árið 2002. Hún hélt utan til frekara náms við Akademie der Bildenden Kunste undir handleiðslu Franz Graf, þaðan sem hún útskrifaðist með M.F.A gráðu í janúar 2006.

Opnunartími: Miðvikudaga til sunnudaga 13:00 – 17:00

Physique is the title of an exhibition by Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir. Works within the show are a wall relief, drawn and casted directly on the walls of the gallery with natural projections and movement, metal sculptures that attempt to hug load-bearing walls of unknown buildings, and drawings of fat people. Together the works form an entity that rests in the embrace of Týsgallerí.

Seen from the bridge steel-clad towers, grey skies and clouds of smoke seemed to merge into one. The three towers were rectilinear like selenite crystals, the sky was grey and cold like the air surrounding me and the bridge suspensions were yellow pastel coloured.

The bridge descended slightly towards the edges and the ground was icy. I was afraid that I might slip into the river or onto the suspensions that were made of heavy cast iron underneath thick yellow paint and get a bleeding wound on my head.

 

d5dc5cb9-9e2a-4f18-b16c-00826439db5a

Týsgata 3, 101 Rvk

Sími: +354-571 0380
tysgalleri@tysgalleri.is

www.tysgalleri.is
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com