MG 2108 Web1

Bryndís Björnsdóttir og Hulda Rós Guðnadóttir sýna í ‘Das Loft’ í Þýskalandi

Föstudaginn 22. nóvember síðastliðinn opnaði í samstarf við Respekt umhverfsverndarsamtökin í Ansbach í Þýskalandi sýningin ‘RAW’ í sýningarstjórn Dr. Christian Schoen sem þekktur er á Íslandi fyrir að byggja upp starf og innviði Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar á fyrstu árum hennar. Sýningin stendur til 21. desember 2019. Listamenn eru Bryndís Björnsdóttir og Hulda Rós Guðnadóttir og sýningin er haldinn í ‘Das Loft’ sem Christian rekur.

Í texta sýningarinnar segir: ”Á sýningunni RAW sýna Hulda Rós Guðnadóttir og Bryndís Björnsdóttirvhnitakerf auðaldar (e. capitaloscene) sem myndast á hnattræna vísu í kringum auðlindanám og vinnslu sem jafnframt eru birtingarmyndir hnattpólitískra hræringa sem tengjast Íslandi sérstaklega. Sýningin er hluti af listrannsóknarferli listamannanna tveggja: Hulda vinnur þar með kísil og Bryndís með brennistein. Landfræðilegur snertifötur í rannsóknum listamannanna er jarðhitasvæðið á Þeistareykjum, þar sem starfsemi tengd þessum tveimur efnum afhjúpa
mismunandi síðnýlendutengsl og áhrif hnattræns auðlindakerfs.”

Á sýningunni sýnir Bryndís innsetninguna Gervileður. Innsetningin fjallar um síð/nýlendu-bundinn iðnað Íslands, þar sem aðal mótifð er svartur plasthólkur sem er notaður til að styrkja horn á kössum í íslenskum fskiverksmiðjum áður en þeir eru futtir út. Hólkurinn myndar annarskonar
lestur, híeróglýfu, í land, nokkurskonar hvatbera í samlíf myrks vistkerfs (e. dark ecology). Plast er eitt af þeim efnum nú verið að mynda úr brennisteini sem fellur til við olíuvinnslu, en brennisteinn var við upphaf nýlendutímans helsta útfutningsafurð Íslands. Titilinn, Gervileður, vísar til ysta lags lífverunnar, sem nú er plastgert.

Hulda Rós Guðnadóttir sýnir ný verk úr listannsóknarverkefninu S-I-L-I-C-A en það tengir anga sýna til Íslands, Ástralíu, Þýskalands og hafsins þar á milli og skoðar framleiðsluferlið á bakvið gerð rafeiðara fyrir sólarfögur og smáraftæki. Verkin eru fmm innrömmuð ljósmyndaprent SILICA
05-10. Einnig er til sýnis kísilmálmur framleiddur í verksmiðju PCC á Bakka í Húsavík og glænýtt 25 mínútna vídeóverk ‘Ocean Glory’ sem pantað var af sýningarstaðnum Savvy Contemporary í Berlín og var sýnt þar nýlega.

Sýningin er styrkt af Myndlistarsjóði og Cycle Music and Art Festival.

Ókeypis aðgangur

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com