IMG 0018 (1)

Brunnur – Ragna Fróða sýnir textílverk

Sýningaropnun í Listasal Mosfellsbæjar 12. ágúst kl 16

Sýningin er ​innblásin af minningum um foreldra mína​ – um ​móður mína sem prjónaði út í hið óendanlega og um garðyrkju föður míns á rósabúgarði fjölskyldunnar í Mosfellsdal.

Brunnurinn er uppspretta arfleifðar minnar – ekki síst minn nærtækasti brunnur, móðurarfurinn.Textílarfur þjóðarinnar einkennist af óteljandi stundum sem aðallega konur nýttu í að vinna textíl í mörgum myndum. Annars vegar til að klæða sig og sína og hins vegar til að fegra og skreyta umhverfi sitt í leiðinni. Þetta er einn brunnur sem ég sæki mikið til. Þar er að finna áferðir, liti og litasamsetningar sem kallast á við minn eigin brunn sem ég hef búið mér til í námi og starfi gegnum árin.

Þessi blanda úr ólíkum áttum kemur auðvitað úr sama brunni – sameiginlegum brunni mannkyns þar sem reynsla og þekking ferðast á milli landa og heimsálfa. Brunnurinn snýst um jafnvægi þess gamla og þess nýja og hjálpar okkur þannig að eiga samtal við arfleifðina. 

Á sýningunni mætast leikur að mynstrum og áferðum, litasamsetningar, minningar og sögubrot.​

Sýningin stendur til 2. sept og er opin á opnunartíma bókasafns Mosfellsbæjar.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com