Born A Flotta 20170330 Jordin AK 2

Börn á flótta / Child Asylum Seekers

(ENGLISH BELOW)

Börn á flótta

Í tilefni af Barnamenningarhátíð verður sýning í Þjóðminjasafni á myndum eftir börn sem flúið hafa með fjölskyldu sinni stríð og erfiðar aðstæður í heimalandi sínu.

Sýningin byggir á listasmiðju sem myndlistarkonan Ásdís Kalman stýrði í samstarfi við Rauða krossinn á Íslandi og Þjóðminjasafn Íslands. Markmiðið með smiðjunni var þríþætt: – Að virkja og hvetja unga hælisleitendur til að tjá sig myndrænt, án orða, en flest barnanna tala önnur tungumál en íslensku eða ensku. – Að bjóða þeim að taka þátt í Barnamenningarhátíð, með því að setja upp þessa sýningu. – Að gera börnin sýnilegri í nærsamfélaginu. Vonast er til að gestir fái örlitla innsýn í hagi barnanna og áhuga á að vita meira um málefni barna á flótta.

Sýningin stendur yfir frá 25. apríl – 1.maí.

/////////////////////////////////////

Child Asylum Seekers

On occasion of the Children’s Culture Festival artwork by children in families that have fled difficult circumstances or war will be on display at the National Museum.

The display draws from art workshops held by artist Ásdís Kalman in cooperation with the Icelandic Red Cross and the National Museum of Iceland. The objectives of the workshops were: – to engage young asylum seekers in artistic expression without words, as most of the children speak languages other than Icelandic or English; – to provide them with the opportunity to exhibit their work during the Children’s Culture Festival; – to make the children more visible in local society. The hope is that visitors will gain a little insight into the lives of these children and be interested to learn more about the topic of child asylum seekers.

The exhibition will be on view from April 25 to May 1st

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com