Banner1

BORGARVERAN – Sýningaropnun í Norræna Húsinu

miðvikudaginn 24. maí kl. 17:00

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á sýninguna BOGARVERAN. Á sýningunni skyggnumst við inn í náttúrleg og manngerð kerfi, sem og félagslega og tæknilega inniviði borgarinnar. Um leið eru skoðaðar hugmyndir okkar um borgina og veru okkar í henni. Horft er bæði til fortíðar og framtíðar og sótt í ólíka miðla, verkfæri og aðferðir sem varpa ljósi á fjölbreytta þræði borgarverunnar.

Sýningin BORGARVERAN stendur fram á haust 2017. Samhliða sýningunni stendur Norræna húsið fyrir fjölbreyttri viðburðardagskrá um arkitektúr og skipulagsmál. Sýningin og dagskráin byggir á samstarfi við fjölmarga aðila, m.a. Listaháskóla Íslands, Nordic Built Cities, Reykjavíkurborg og Skipulagsstofnun. Sýningarstjóri er Anna María Bogadóttir arkitekt.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com