Borgarsogusafn12

Borgarsögusafn opið þrátt fyrir samkomubann

Borgarsögusafn heldur óbreyttum opnunartíma þrátt fyrir samkomubann en hverskonar viðburðir falla niður á meðan samkomubannið er í gildi. Það þýðir að ekki verður boðið upp á leiðsögn á Árbæjarsafni og í Óðni og hætt verður að taka á móti skólahópum. Leikfangasýning Árbæjarsafns „Komdu að leika“ verður lokuð og einnig fjölskylduhornið á Landnámssýningunni.

Áfram verður lögð áhersla á aukin þrif og verða allir snertifletir sérstaklega hreinsaðir að lágmarki tvisvar á dag, svo sem handrið, posar, snertiskjáir og hurðarhúnar, auk þess sem leikföng og annað sem börn hafa handfjatlað er hreinsað sérstaklega. Þá eru aukin þrif um helgar gott aðgengi tryggt að handspritti, fyrir gesti og starfsmenn.

Sem fyrr verður allt kapp lagt á að taka vel á móti öllum gestum en jafnframt tryggt að fjöldi þeirra fari ekki yfir fjöldatakmarkanir.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com