Firsta

Borgarbókasafnið Spönginni: Anna Gunnlaugsdóttir opnar sýninguna Augnsamband

Opnun fimmtudaginn 4. mars kl. 17:00
Sýningin verður opin á opnunartíma safnsins 4. mars-15. apríl 2021.


Anna Gunnlaugsdóttir sýnir andlitsmyndir, málaðar á striga og pappír

Anna Gunnlaugsdóttir fjallar í verkum sínum um sjálfsskoðun og speglun á sammannlegu eðli. Andlitsmyndir hennar eru flestar unnar á fordæmalausum tímum heimsfaraldurs, hún nálgast ásjónu faraldursins í gegnum andlit, máluð á striga og pappír. Myndirnar vísa í viðbrögð okkar við áreiti umhverfisins í breyttri samfélagsmynd á tímum veirunnar. Einangrun, kvíði og óöryggi ráða ferðinni, en þar ríkir líka ákveðinn friður í einfaldari dagskipan.

Á rúmlega fjörutíu ára listferli hefur sjálfsmynd konunnar verið meginumfjöllunarefni Önnu. Inntak listsköpunar hennar eru ýmis blæbrigði mannlegra þátta einstaklingsins í samfélagi nútímans. Anna hefur haldið á þriðja tug einkasýninga og tekið þátt í ýmsum samsýningum, hér heima og erlendis. Hún lauk námi frá málaradeild MHÍ 1978. Anna dvaldi í París einn vetur við Ecole des Beaux-Arts 1978-79. Hún auk námi í grafískri hönnun við MHÍ 1983 og kennslufræði við LHí 2006.

Anna er til viðtals um sýningu sína:
agunn@vortex.is
Sími 8670362

Vefsíða Önnu: www.annagunnlaugs.is

Frekari upplýsingar veitir:
Sigríður Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com