IPS Melanie Ubaldo Syning

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni: Útgáfuhóf | Inclusive Public Spaces

Fimmtudaginn 3. september 2020, kl. 16.00

Upplestur með Ufuoma Overo-Tarimo
Tónlist frá Mamandy Sano og Elham Fakouri
Umræður með listamönnum, rithöfundum og aðgerðasinnum í Inclusive Public Spaces

Er fjölbreytileiki eitthvað sem við getum fundið fyrir, séð, heyrt eða bragðað á? Hvaða áhrif hefur aukinn fjölbreytileikinn á okkur, finnum við fyrir ónotatilfinningu og óöryggi varðandi eigin forréttindum? Hvernig bregst samfélagið við, þegar sagt er frá persónulegum upplifunum af mismunun og skort á aðild að mótun menningarlandlagsins?

Fimmtudaginn 3. september fögnum við útgáfu Inclusive Public Spaces í Grófinni að Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík. Viðburðurinn hefst kl. 16.00. Útgáfan inniheldur myndir og texta á ensku sem fjalla um menningarfrásagnir, kerfisbundinn rasisma, valdastrúktúr, forréttindi og menningarstofnanir. Til verksins leggur hópur listafólks, rithöfunda og aðgerðasinna sem lifa og starfa í Reykjavík:

Anna Wojtyńska, Chanel Björk Sturludóttir, Daría Sól Andrews, Ewa Marcinek, Helen Cova, Melanie Ubaldo, Nermine El Ansari og Wiola Ujazdowska. 

Fyrir hálfu ári síðan hóf Borgarbókasafnið tilraun til að kanna hvað felst í að opna almenningsrými fyrir frásögnum, sem allar tengjast því að upplifa sig sem hluti af samfélagi og hvernig áhrif litarháttur og uppruni hafa á það. Tilraunin hófst með skapandi samtali  og þróað var hlaðvarp þar sem samstarfshópurinn ræðir um sínar persónulegu upplifanir af mismunun. Á einlægan og nærgætinn hátt, tala þau um mikilvægi þess að við festumst ekki í orðræðu sem einfaldar sýn okkar á samfélagið, við þurfum að spyrja okkur gagnrýnna spurninga. Röð listviðburða var sett upp í Grófinni sumarið 2020 og nú gefum við út safn af frásögnum sem varpa ljósi á ferlið.

Verkefnið í heild sinni má nálgast hér: www.borgarbokasafnid.is/ips

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com