Ninna Upphenging

Borgarbókasafn: Laus sýningartímabil í Spönginni

Laus sýningartímabil.

Í Borgarbókasafninu Spönginni í Grafarvogi er sýningarsalur auk þess sem hægt er að sýna í safninu, bæði á fyrstu og annarri hæð eftir því sem hentar. Á næsta ári eru laus sýningartímabil og er óskað eftir umsóknum frá listamönnum.

Stærð salarins er u.þ.b. 43 fm2 (720x600cm) og lofthæð um 260cm.

Salurinn er fjölnota þ.e. er notaður fyrir ýmiskonar viðburði og fundi ásamt því að vera fyrir sýningar.

Sýnendur greiða ekki leigu fyrir salinn.

Þeir sem áhuga hafa á að sýna eru beðnir um að senda umsókn hér:  https://borgarbokasafn.is/eydublod/umsokn-um-syningarhald

Myndir úr safninu:  https://borgarbokasafn.is/bokasofn/spongin/adstada-og-salaleiga-i-sponginni

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Steinunn Stephensen  

sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is sími: 411 6230

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com