Manitoba

Borgarbókasafn – Heimsókn frá Manitoba | Listasýning

Þrjár vesturíslenskar myndlistarkonur sækja okkur heim í sumar og sýna verk sín, þetta eru þær JoAnne Gullachsen og Mabel Sigurdson Tinguely sem báðar eru fæddar og uppaldar í Gimli, Manitoba og Inga Torfadóttir sem er fædd á Íslandi, en flutti með fjölskyldu sinni til Winnepeg í Kanada 1976.

Þær vinna í ólíka miðla: Mabel gerir klippimyndir og sækir efnivið sinn í náttúruna, hún á það til að fella ýmsa smáhluti sem verða á vegi hennar inn í verkin. JoAnne leitar í bernskuminningar sínar, en hún tilheyrir stórri fjölskyldu sem rak erilsamt kúabú nálægt Gimli. Inga er bæði grafíker og leirkerasmiður, auk þess að sinna eigin list heldur hún námskeið í aðferðum grafískrar myndlistar og leirkerasmíði. Allar hafa þær haldið einka- og samsýningar innan og utan Kanada og verk eftir þær eru í eigu ýmissa kanadískra menningarstofnana.

Verið öll velkomin á opnun sýningarinnar, föstudaginn 23. ágúst kl. 16 – léttar veitingar í boði kanadíska sendiráðsins á Íslandi.

Viðburðurinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/354718085223640/

-ENGLISH-
Three Canadian artists of Icelandic origin will visit us the summer and hold an art exhibition in the Spongin branch og the Reykjavik City Library. JoAnne Gullacsen and Mabel Sigurdson Tinguely are both born and raised in Gimli, Manitoba and Inga Torfadóttir is born in Iceland but moved with her family to Winnepeg, Canada in 1976.

Mabel makes collages and turns to nature to find material, she sometimes includes small found objects in her artwork. JoAnne is inspired by her childhood memories, she is part of a big family on a busy cow farm near Gimli. Inga works in grafic design and ceramics, apart from her artwork she also teaches those skills.

All three of them have had solo exhibitions and group exhibitions in Canada and abroad, and their artwork can be found in various Canadian cultural institutions.

Welcome to the opnening, Friday the 23d of August at 16:00

Facebook Event: https://www.facebook.com/events/354718085223640/

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com