11951931 1652983918292292 5564587250342416836 N

Bólfesta – Ekkisens – Bergstaðastræti 25.

Sýningin Bólfesta verður opnuð laugardaginn 3. október á vegum Ekkisens í hústöku á Bergstaðastræti 25. Bólfesta er önnur í röð sýninga sem haldin er á Bergstaðastræti 25 og af því tilefni eru þátttakendur orðnir fleiri og verk í húsnæðinu að sama skapi. Aðstæður hafa verið gerðar heimilislegar og listasýningin flæðir út í hvern krók og kima og á báðum hæðum húsnæðisins. Þátttakendur í sýningunni sýna verk að eigin vali.

Í Bólfestunni má einnig finna nýjung sem listelskir lesendur hafa ábyggilega saknað um þónokkurn tíma. Á efri hæðinni hefur nefnilega verið sett upp notalegt setuhorn þar sem gestir geta gætt sér á bókverkum listamanna og gjöriði svo vel.

Verið velkomin í Bólfestuna og látið koma ykkur á óvart. Þess má geta að Ekkisens verður eins árs þann 4. október og því mörgu að fagna. Formleg opnun verður kl. 17:00 og léttar veigar í boði.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com