
Bókverkahópurinn ARKIR tekur þátt í CODEX bókverkasýningunni
Dagana 3.-6. febrúar 2019 tekur bókverkahópurinn ARKIR þátt í CODEX bókverkasýningunni í Kaliforníu. CODEX sýningin er haldin annað hvert ár, nú í sjöunda sinn og er ein virtasta og fjölsóttasta bókakaupstefna sinnar tegundar í heiminum. ARKIR sýna bókverk á sameiginlegum vettvangi norrænna bókverkalistamanna undir merkjum CODEX NORDICA. Kastljósum verður einnig beint að norrænum bókverkum á málþingi CODEX kaupstefnunnar. Eitt af verkefnunum er Bibliotek Nordica, – safn bókverka valdra listamanna, en verkin eru öll unnin sérstaklega af tilefninu. Fyrir verkefninu CODEX NORDICA fer norrænn hópur sem starfað hefur að ýmsum sýningum undir heitinu CODEX POLARIS.
