20b5f07b 081c 4535 Bb26 322cb935d259

Boðskort frá Artóteki | París, Róm og Skuggasker

París, Róm og Skuggasker

Sigrún Eldjárn sýnir verk og kynnir nýútkomna bók sína.

Til að örva hugann og sköpunarkraftinn er gott að komast af og til af bæ. Komast í burtu að heiman … fara út í veröldina, veifa vængjum og sperra stél.
Hjá Sigrúnu Eldjárn hófst veturinn 2014 -2015 með tveggja mánaða dvöl í Circolo Scandinavo í Róm og lauk með tveggja mánaða dvöl í Kjarvalsstofu í Cité des Arts í París. Á þessari sýningu má sjá brot af því sem gerðist þar, svipmyndir frá Trastevere-hverfinu í Róm og Marais-hverfinu í París, auk þess sem fuglatískan verður kynnt.

En það eru ekki bara París og Róm sem hér koma við sögu heldur líka sá dularfulli staður, Skuggasker. Þriðja og síðasta bókin í þríleiknum um Strokubörnin á Skuggaskeri hefur litið dagsins ljós og þríleikurinn verður kynntur á sýningaropnuninni sem fram fer fimmtudaginn 3. desember kl. 17

Allir velkomnir og léttar veigar í boði
Sýningin stendur til 10. janúar 2016

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com