
BLUES – Logi Bjarnason og Steingrímur Gauti
Logi Bjarnason og Steingrímur Gauti opna sýninguna Blues í Ekkisens, Bergstaðastræti 25B, miðvikudaginn 15. mars kl. 18.00. Verið hjartanlega velkomin á opnun.
Á sýningunni verða nýleg verk og liggur blái liturinn sem rauður þráður í gegnum málverk og teikningar Loga og Steingríms.
Steingrímur Gauti útskrifaðist frá myndlistadeild Listaháskóla Íslands árið 2015 og hefur tekið þátt í fjölda sýninga. Málverkið hefur leikið stórt hlutverk í listsköpun Steingríms og notar hann miðilinn til þess að ögra líðandi stund og brjóta upp hversdagsleikann.
Logi stundaði nám við Myndlistarskólann í Reykjavík, tók þar á eftir B.A próf við Listaháskóla Íslands og lauk síðan M.A prófi frá Städelschule í Frankfurt Þýskalandi. Logi hefur tekið þátt í mörgum sýningum bæði hérlendis og erlendis.