Untitled 2

Blint stefnumót – síðasta sýningarhelgi

Blint stefnumót – síðasta sýningarhelgi

Komið er að síðustu dögum sýningarinnar Blint stefnumót, sem stendur til sunnudagsins 10. apríl.

Blint stefnumót birtir óvænt kynni verka úr safneign Gerðarsafns. Verkin sjálf spanna heila öld í íslenskri listasögu og á sýningunni er leitast við að skoða tengsl þeirra og um leið að huga að því hvernig safneign af þessu tagi verður til á löngum tíma.

Þegar við förum að skoða verkin sem hafa safnast upp í áratugi kemur ýmislegt undarlegt í ljós: Þau þroskast og breytast og mynda óvænt tengsl. Allt í einu virðist náið samband milli verka sem áður sýndust ólík. Abstraktverk reynist nauðalíkt gömlu landslagsmálverki. Konseptverkin fá gömul portrett til að hugsa og á móti eru konseptverkin orðin stolt af fagurfræðilegu yfirbragði sínu.

Gerðarsafn verður lokað vegna uppsetningar á næstu sýningu dagana 12.-16. apríl.

Útskriftarsýning meistaranema í hönnun og myndlist við Listaháskóla Íslands opnar laugardaginn 16. apríl.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com