Steinunn1

Bleikur roði og bláar æðar – Steinunn Önnudóttir

(ENGLISH BELOW)

Bleikur roði og bláar æðar
Steinunn Önnudóttir

Velkomin á einkasýningu Steinunnar Önnudóttur, bleikur roði og bláar æðar, sem opnar í Gallery Port kl.17 þann 6. maí.

Bleikur roði og bláar æðar er kyrralífsmynd sem er bæði málverk og innsetning í senn. Málverkið er veröld þar sem ekkert er ekta og allt er í þykjustu, og í þetta sinn er okkur boðið inn. Verkið fæst við blekkingarleik hins manngerða umhverfis og sviðsetningu tilverunnar. Með leikmyndalegum tilburðum reyna málverkin að flýja flatneskju tvívíddar sinnar og koma sér haganlega fyrir í rýminu. Í nokkrum atrennum vísa verkin í ólíkar áttir og mynda brotakenndar sýnir yfir í aðra heima og tíma, en tíminn er ekki í beinni línu heldur í flækju, og á þessum skurðarpunkti ægir öllu saman.

Steinunn Önnudóttir er á fyrsta ári í MA námi við Myndlistardeild LHÍ. Hún lauk BA gráðu í Audiovisual frá Gerrit Reitveld Academie í Amsterdam árið 2011, og BA gráðu í grafískri hönnun frá sama skóla árið 2009. Frá árinu 2014 hefur Steinunn rekið sýningarýmið Harbinger. Þetta er önnur einkasýning hennar.

Hér er viðburðurinn á facebook

– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –

Pink blush and blue veins
Steinunn Önnudóttir

Welcome to the opening ‘pink blush and blue veins’ by Steinunn Önnudóttir, at 5pm on the 6th of May.

Pink blush and blue veins is a still life which is simultaneously a painting and an installation. The painting is a world whithin which nothing is real and all is pretense, and this time you are invited to step in. The work deals with the deceptive nature of man-made surroundings and the staging of existence. With theatrical efforts the paintings try to escape the platitudes of their two dimensions and appropriate themselves to the space. In several attempts the works point in different directions and construct a fragmented view of other worlds and times, but the time is not in a straight line but in a tangle, and at this point of intersection it’s all in a jumble.

Steinunn Önnudóttir is a student of the MA program of the Icelandic Art Academy. She completed her BA in Audiovisual at the Gerrit Rietveld Academie in Amsterdam in 2011, and BA in Graphic design from the same school on 2009. Since 2014 Steinunn has been running the Harbinger Project Space. This is her second solo show.

Here is the event on Facebook

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com