Blatt62 1

BLATT BLAÐ #62 er komið út

BLATT BLAÐ númer 62 er komið út. Eftirtaldir höfundar eiga verk í tímaritinu að þessu sinni: Bastien Anselme, Libia Castro & Ólafur Ólafsson, Knut Eckstein, Hlynur Hallsson, Peter Pentergrass, Alexander Steig og Anja Teske. Forsíðuna fyrir BLATT BLAÐ #62 prýðir verk eftir Libiu Castro & Ólaf Ólafsson: LANDIÐ ÞITT ER EKKI TIL sem var utan á Listasafni Íslands á sýningu þeirra árið 2012.

BLATT BLAÐ er tímarit þar sem höfundar geta sent inn efni til birtingar og er byggt á hugmynd Dieter Roth um “Tímarit fyrir allt” sem hann gaf út um árabil.
BLATT BLAÐ kemur út í 100 tölusettum eintökum og er 20 x14 cm að stærð og tölublað #62 er 16 síður. Alþjóðlegt tímaritanúmer er ISSN 1431-3537.

Hlynur Hallsson hefur gefið tímaritið BLATT BLAÐ út frá árinu 1994 og forlag höfundanna kemur einnig að útgáfunni. Tímaritið kostar 400 krónur og fæst í Flóru á Akureyri og í Safnbúð Listasafns Íslands. Hægt er að panta áskrift og kaupa eldri tölublöð fyrir utan þau sem eru uppseld með því að senda póst á hlynurhallsson@gmail.com.
Nánari upplýsingar ásamt forsíðum og höfundum í eldri eintökum er að finna á: hallsson.de/blattblad.html

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com