File 10

Björg Ísaksdóttir myndlistarkona – 90 ára afmælissýning

Sýningin opnar í Gallerí Gróttu á sjálfan afmælisdaginn, fimmtudaginn 31. maí kl. 17.00

Sýningin stendur frá 31. maí – 30. Júlí 2018

 

Seltirningurinn Björg Ísaksdóttir er mörgum kunn og ekki síst fyrir listsköpun sína. Björg er fædd þann 31. maí 1928 og hefur að mestu unnið við gerð leikhúsbúninga og við allskyns hönnun og saumaskap. Lengst af vann hún hjá Leikfélagi Reykjavíkur, við Þjóðleikhúsið, í New York og einnig í Svíþjóð þar sem hún vann m.a. í sænsku konungshöllinni. Samhliða vinnu sinni stundaði Björg nám í teikningu, málun og höggmyndagerð í Myndlistarskólanum í Reykjavík á árunum 1967-1977. Eftir 1978 stundaði hún nám í Svíþjóð, Finnlandi, New York og Ítalíu. Björg var með glerlistavinnustofu á Laugavegi 27 og hélt þar fjölda sýninga á gleri og málverkum.

Björg hefur sýnt verk sín víða, bæði hérlendis og erlendis m.a. í Svíþjóð og Ítalíu og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Björg var einn af stofnendum Myndlistaklúbbs Seltjarnarness sem starfaði frá árinu 1974.

Á afmælissýningunni má sjá verk eftir Björgu bæði ný og eldri verk enda slær hún hvergi slöku við þrátt fyrir 90 árin.

Vek athygli á því að Björg er hress og frísk kona sem skemmtilegt er að spjalla við … tilvalið að taka við hana viðtal í tengslum við afmælissýninguna og tímamótin. Símanúmer hjá Björgu er 898 2861 og 561 1614

Með bestu kveðju og meir en velkomið að hafa samband við mig líka ef eitthvað er,

Maria Björk Óskarsdóttir

Sviðsstjóri menningar og samskiptasviðs

Bæjarskrifstofur Seltjarnarnesbæjar

Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnesi

Símar: + 354 861 8112 og +354 5959 119

maria.b.oskarsdottir@seltjarnarnes.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com