BjarniHin1

Bjarni Hinriksson – Myrkvi Gallerí Göng Háteigskirkja – 2.mars kl.16

Verið öll hjartanlega velkomin í útgáfu- og myndlistarsýningu Bjarna Hinrikssonar sem verður opnuð laugardaginn 2. mars í Gallerí Göngum kl 16. Þar verður fyrsta hefti myndasögutímaritsins MYRKVI gefið út og sýnd grafík unnin út frá sögunni. MYRKVI er yfirheiti myndasagna þar sem Hildingur hálfmáni, Brjáli, Hulda, Maia og fleiri persónur draga okkur smám saman inn í heim furðusögu með rætur í okkar eigin. Sagan hefst á morðum „Stafamannanna“ sem eru varðveislumenn tungumála. Með dauða þeirra deyja tungumálin. Í heimi þar sem upplausn, óöryggi og hræðsla ræður ríkjum leitar Hildingur hálfmáni að ljósinu.

Bjarni Hinriksson er myndasöguhöfundur og kennari við Myndlistaskólann í Reykjavík. Hann lærði við myndasögudeild myndlistaskólans í Angoulême, Frakklandi, á árunum 1985 til 1989. Bjarni er einn af stofnendum Gisp!-hópsins, sem frá 1990 hefur gefið út samnefnt myndasögublað og ýmsar bækur, auk þess að skipuleggja myndasögusýningar og -hátíðir. Myndasögur eftir Bjarna hafa birst í dagblöðum, tímaritum og bókum á Íslandi, í Skandínavíu og Frakklandi.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com