Birting í Gerðarsafni 15. maí kl. 20

11050246_835762989812576_3188904436643890878_n

Birting

Verið velkomin á opnun sýningarinnar í Gerðarsafni, föstudaginn 15. maí kl. 20.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs opnar sýninguna.

Birting er samsýning á verkum eftir íslenska samtímalistamenn sem unnin eru út frá steindum gluggum Gerðar Helgadóttur (1928-1975) í Skálholtskirkju, Kópavogskirkju og víðar. Sýningunni er ætlað að vekja okkur til umhugsunar um staði á borð við söfn og kirkjur og þær athafnir sem þessum stöðum fylgja. Hvort sem um er að ræða formlegar, lágstemmdar eða hátíðlegar framsetningar hafa þær skýr áhrif á skynjun og upplifun áhorfendans. Taktföst form og litasamsetningin einkenna gluggainnsetningu Gerðar í Kópavogskirkju og mynda einskonar helgirými flæðandi forms óháð beinum trúarlegum vísunum, en er fremur ætlað að snerta áhorfandann með altækum og tilfinningalegum hætti. „Kirkjuleg“ eða „trúarleg“ þemu munu á sama hátt víkja fyrir víðtækari áherslum þar sem dregnir eru fram sammannlegir, andlegir, fyrirbærafræðilegir eða dulspekilegir þættir í verkum listamanna samtímans.

Listamenn:
Dodda Maggý,  Erla Þórarinsdóttir, Gerður Helgadóttur, Guðrún Benónýsdóttir,  Guðrún Kristjánsdóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Katrín Agnes Klar, Lilja Birgisdóttir.

Sýningarstjóri er Kristín Dagmar Jóhannesdóttir.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com