15000075 1322543711113358 748192536619077878 O

Birgir Sigurðsson: Í TÚNINU HEIMA

Birgir Sigurðsson opnar sýninguna Í TÚNINU HEIMA í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri föstudaginn 11.nóvember kl. 20:30.

Birgir Sigurðsson um sýninguna:
,,Sýningarnar Í túninu heima – fyrri hluti eru óður minn til bernskunnar. Til foreldranna, til bræðra minna og til allra þeirra sem voru mér samferða á Akureyri á uppvaxtarárum mínum.

Að gefa sér þetta tækifæri til að skoða og tengjast þessu æviskeiði er í senn mjög krefjandi og mjög gefandi. Núna, sem fullorðinn einstaklingur, gef ég myndlistarmanninum í mér leyfi að eiga sitt eigið samtal við mótunarár mín. Í Gallerí Forstofu verður hálftímalangur gjörningur með ljóðum, söng og hreyfingum. Síðan verður farið yfir götuna og í Mjólkurbúðinni tekur á móti okkur ljós- og videoinnsetning”.

Sýningin Í TÚNINU HEIMA stendur til yfir dagana 11.-13. nóvember.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com