SAMSUNG CSC

Bíó Paradís: FANGAVERÐIR / PRISON GUARDS

Sýningar á kvikmyndinni FANGAVERÐIR hefjast laugardaginn 21. janúar í Bíó Paradís / Screenings of the film PRISON GUARDS begin Saturday the 21st of January in Bíó Paradís.

(English below)

Árið 2012 hóf Ólafur Sveinn Gíslason gerð kvikmyndahandrits út frá viðtölum sem hann átti við fangaverði Hegningarhússins við Skólavörðustíg. Verkið var kvikmyndað á vinnusvæði fangavarðanna vorið 2014, á meðan fangelsið var í fullri notkun. Í myndinni FANGAVERÐIR leika tveir fangaverðir sem störfuðu í Hegningarhúsinu, þeir Egill Kr. Björnsson og Magnús Páll Ragnarsson, en jafnframt fara Sigurður Skúlason og Þorsteinn Bachmann með hlutverk í kvikmyndinni.

Frá upptöku verksins hefur margt gerst í fangelsismálum. Starfsemi Hegningarhússins við Skólavörðustíg hefur verið lögð niður ásamt starfsemi kvennafangelsisins í Kópavogi. Nútímalegt fangelsi er að hefja störf á Hólmsheiði og hafa fyrstu fangar hafið þar afplánun. Út af þessari þróun hefur mikil umræða um fangelsismál átt sér stað í samfélaginu, en þessi mál koma jafnan til umfjöllunar þegar alvarleg afbrot eiga sér stað og er þá oftast tengd þolendum afbrota. Minna fer fyrir umræðu um stöðu og líðan fangavarða.

Vinnuaðstæður fangavarða eru mjög sérstakar; þeir vinna á landamærum hins frjálsa samfélags og þess afmarkaða rýmis sem fangelsið er, sem er lokað eftir ákveðnum reglum. Verkið fjallar um sýn fangavarðanna á starf sitt, daglega reynslu þeirra innan fangelsisins og hugrenningar um það viðmót sem þeim mætir utan fangelsis. Mörg málefni daglegs lífs í starfi þeirra eru til umfjöllunar, jákvæð og gagnrýnin sjónarmið á samskipti þeirra við fanga, sálrænt álag og andleg líðan. Einnig eru samskipti á milli fangavarðanna sjálfra þeim hugleikin og staða þeirra innan íslensks samfélags. Svið Hegningarhússins við Skólavörðustíg er hlaðið áhrifamiklum örlögum sem lita orð og athafnir verksins. Fangaverðirnir bregða sér í hlutverk leikara og leikararnir klæða sig hlutverkum fangavarða.

 

Sýningar í Bíó Paradís

 

  1. janúar kl. 18.00 (Frumsýning fyrir boðsgesti eða hafa samband við olafursgislason@gmail.com)
  2. janúar kl. 18.00
  3. janúar kl. 18.00
  4. janúar kl. 18.00

 

Ólafur Sveinn Gíslason lauk námi frá listaháskólanum í Hamborg árið 1988 eftir nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Ólafur starfaði að verkefnum sínum í Þýskalandi til ársins 2009, en þau hafa verið sýnd í galleríum, listasöfnum og opinberu rými víða í Evrópu og annars staðar. Það sem helst einkennir verk Ólafs er hin félagslega vídd þar sem málefni og staðir eru mikilvægur grunnur. Einstaklingar, eða fjöldi einstaklinga, sem notendur rýma eru viðfangsefni sem tengjast málefnum samfélagsins og listrænum nálgunarleiðum. Oft eru þetta textar, byggingar eða kvikmyndir sem staðsett eru í borgarrýmum. Ólafur starfaði sem prófessor við Listaháskóla Íslands frá 2007 til 2016.


ENGLISH

During the year 2012 Ólafur Gíslason started developing a film script, derived from interviews he conducted with the prison guards in the old prison at Skólavörðustígur in Reykjavík. The project was filmed on location in the work area of the prison guards during the spring of 2014, while the prison was still in full function. Two prison guards act in the film, Egill Kr. Björsson and Magnús Páll Ragnarsson as well as the actors Sigurður Skúlason and Þorsteinn Bachmann.

 

Since the filming of PRISON GUARDS a lot has happened in the matters of prisons in Iceland. The operation of the prison at Skólavörðustígur has been discontinued as well as the operation of the womens prison in Kópavogur. A modern prison is starting its operation at Hólmsheiði and the first prisoners have started their redemption there. Because of this development there has recently been a great deal of discussion about prison affairs in the Icelandic society. These issues frequently are discussed when serious crimes happen in the community, and is often linked to the victims. The position and feelings of prison guards is less discussed.

 

The working conditions of prison guards are quite particular; they work on the border of the free society and the determined space that the prison is, which is closed after certain regulations. The project is about the prison guards vision on their occupation, their daily experiences within the prison and their contemplations on the attitude which they are faced with outside the prison. Many subjects of their daily life in their profession is in focus, positive and critical opinions on their interaction with the prisoners, psychical preassure and emotional condition. The communication between the prison guards is also a topic and their position within the Icelandic community. The stage of the prison at Skólavörðustígur is loaded with powerful destinies which infect words and actions within the piece. The prison guards take on the role of actors and the actors take on the role of prison guards.

Screenings in Bíó Paradís

 

  1. January at: 6pm (Pemiere by invitation or contact olafursgislason@gmail.com)
  2. January at: 6pm
  3. January at: 6pm
  4. January at: 6pm

 

Ólafur Sveinn Gíslason completed his studies from Hochschule für bildende Künste Hamburg in the year 1988 after his studies at the Icelandic College of Art and Craft. Ólafur was based in Hamburg until the year 2009, his work has been shown in galleries, museums and in public space widely in Europe and elseware. What defines Ólafurs work is the social dimension where issues and places are an important foundation. Individuals, or a group of individuals, as users of spaces are the subject in relation to social matters and artistic approaches. This is often in the form of texts, buildings or films which are situated in the urban environment. Ólafur was a professor at the Iceland Academy of the Arts during the years 2007 until 2016.

 

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com