San

“Bið”

Sigríður Anna E. Nikulásdóttir opnaði sýninguna “Bið” laugardaginn 16.apríl kl. 15.00 í sýningarsal félagsins Íslensk Grafík Tryggvagötu 17, hafnarmegin.

Sýningin stendur til 1. maí. Opið fimmtudag til sunnudags frá kl. 14-18.

Allir velkomnir

Sigríður Útskrifaðist úr Grafikdeild Myndlista og Handíðaskóla Íslands árið 1992 og lauk mastersgráðu í listkennslu frá LHI árið 2013.
Sigríður Anna sýnir að þessu sinni abstrakt málverk unnin í akryl.
Verkin fjalla um áhrif birtu og veðurfars á manneskjuna og biðina eftir vorinu.

…” Og listamenn með litakassa og bretti
senn labba út í náttúruna og mála
en ungu blómin drekka dögg og skála
til dýrðar sínum yndislega hnetti”
(Tómas Guðmundsson)

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com