03b04dc9a4b3ec41bba4915d61bca246

BHM 60 ára – afmælisfagnaður í Borgarleikhúsinu

Þriðjudaginn 23. október næstkomandi verða 60 ár liðin frá stofnun Bandalags háskólamanna. Þennan dag stendur bandalagið fyrir afmælisfagnaði í aðalsal Borgarleikhússins þar sem brugðið verður ljósi á ýmsa þætti sem tengjast baráttu BHM í sex áratugi. Umsjón með viðburðinum hefur Bergur Þór Ingólfsson, leikari og leikstjóri, og hefur hann fengið til liðs við sig hóp leikara, söngvara, hljóðfæraleikara og skemmtikrafta sem munu taka þátt í gleðinni.

Afmælisfagnaðurinn hefst kl. 17:00 þann 23. október og er áætlað að hann muni standa í um klukkustund en á eftir verður móttaka fyrir gesti í anddyri Borgarleikhússins.

Félagsmönnum aðildarfélaga BHM býðst að tryggja sér sæti með því að skrá sig á vef bandalagsins (bhm.is). Opnað verður fyrir skráningu kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 14. september og stendur hún yfir í viku eða til 21. september. Vegna takmarkaðs sætafjölda gildir reglan: Fyrst koma, fyrst fá.

BHM hvetur félagsmenn til að nýta þetta tækifæri og taka þátt í gleðinni 23. október.

Smelltu hér til að fara á skráningarsíðuna.

Þess skal getið að viðburðurinn verður tekinn upp og verður upptakan gerð aðgengileg á vef BHM.

Smelltu hér til að nálgast yfirlit um 60 ára sögu BHM.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com