Spjall A Sunnudag

„BERT Á MILLI” : Listamannaspjall & vöfflur í Harbinger

 

Sunnudaginn 5. mars kl. 16.00.

Nú fer senn að líða að lokum sýningarinnar „Bert á milli” og af því tilefni langar okkur til þess að bjóða til listamannaspjalls. Myndlistarmennirnir Guðjón Ketilsson & Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir munu leiða okkur um víðlendur samstarfs síns og tildrög verka sinna á sýningunni.

Sýningin „Bert á milli” er fyrsta sýning sýningarraðarinnar „Eitt sett”. Hugmyndin bakvið sýningarröðina er að stefna saman tveimur myndlistarmönnum sem eru komnir mislangt í ferli sínum í þeirri von um að það opni fyrir rás næringarefna sem fljóti óheft á milli. Sýningarstjórar eru Una Margrét Árnadóttir og Unndór Egill Jónsson.

Boðið verður upp vöfflur og rjúkandi heitt kaffi og að sjálfsögðu verður Eitt sett á boðstólnum.

Sjáumst í Harbinger á sunnudaginn kl. 16.00!

_____________________

-Sýningarröðin “Eitt sett” samanstendur af fjórum sýningum í Harbinger á árinu 2017. Sýningarröðin er styrkt af Myndlistarsjóði.
_____________________
“BARE BETWEEN”
Artist talk & waffles at Harbinger

Sunday March 5th at 4pm

The exhibition Bare Between is soon coming to an end on that occasion we would like to invite you for an artist talk. The artists Guðjón Ketilsson & Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir will lead us through their vast collaboration and the explore the foundations of their work in the exhibition.

„Bare between„ is the first exhibition of the series „Eitt sett” (One set). The idea is to bring together two artists who are at different stages of their respective careers in the hope that it will lead to a fruitful dialogue. The curators are Una Margrét Árnadóttir and Unndór Egill Jónsson.

Warm waffles and piping hot coffee will be served along with the famous Eitt sett.

See you in Harbinger at 4pm on Sunday!

_____________________

-The exhibition series “One set” includes four exhibitions in Harbinger in the year 2017. The exhibition series is supported by the Icelandic Visual Arts Fund.

 

Harbinger

Freyjugata 1

101 Reykjavík

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com