EITT SETT LOKA MYND (1)

„BERT Á MILLI” í Harbinger

„BERT Á MILLI”

Opnun: 10. febrúar kl. 20.00 í Harbinger.

Æ komið þið nú öll blessuð og sæl og verið velkomin á fyrstu sýningu sýningaraðarinnar ‘Eitt Sett’ sem ber titilinn „Bert á milli”. Hér mætast ungtréð Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir & eikartréð Guðjón Ketilsson og vefa saman greinum sínum svo úr verði bragðgóð heild sem minnir á súkkulaðistykkið gamalgróna Eitt sett. Það er einmitt hugmynd sýningarraðarinnar að stefna saman tveimur myndlistarmönnum sem eru komnir mislangt á ferli sínum í þeirri von að það opni fyrir rás næringarefna sem fljóti óheft á milli. Undir blámanum sýslast Guðjón & Jóhanna innan um láréttar og lóðréttar línur. Geómetrísk form mynda leikvöll samskipta þar sem vonir og væntingar brjótast út í frjóum málrómi, kinnroða og glitrandi augnaráði. Úti fyrir liðast hafið í ærslafullum dansi. Himininn opnar upp endaleysurnar af sinni stóísku ró og í fjarskanum standa fjöllin ber á milli.

Sýningin stendur til 4. mars 2017.

Sýningarstjórar: Unndór Egill Jónsson & Una Margrét Árnadóttir

-Sýningarröðin “Eitt sett” samanstendur af fjórum sýningum í Harbinger á árinu 2017. Sýningarröðin er styrkt af Myndlistarsjóði.

_____________________

“BARE BETWEEN”

Opening: 10th February at 8pm in Harbinger.
Hello there and welcome to the first exhibition in the series “One set” titled “Bare Between”. Here the sapling Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir & the oak tree Guðjón Ketilsson weave together their branches and create a delicious combination similar to the deeply-rooted chocolate bar “Eitt sett”. The idea behind this series is precisely to bring together two artists with different sets of experience in hope of opening up a channel for nutrients to float freely between them. Under the great blue dome, Guðjón & Jóhanna tinker between horizontal and vertical lines. Geometric shapes form a playground of communication where expectations and hopes burst out in a fertile tone, rosy cheeks and sparkling gazes. Around them the sea meanders in a zestful dance. The sky opens up the endlessness by its stoic calmness and in the distance the mountains stand bare between.

The exhibition is open until March 4th 2017.

Curators: Unndór Egill Jónsson & Una Margrét Árnadóttir

-The exhibition series “One set” includes four exhibitions in Harbinger in the year 2017. The exhibition series is supported by the Icelandic Visual Arts Fund.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com