Gestaíbúð SÍM í Friedrichshain, Berlín
Frá árinu 2010 hefur SÍM haft gestavinnustofu í Berlín til leigu fyrir félagsmenn SÍM.
Hugmyndin var að íslenskir myndlistarmenn geti dvalið erlendis og unnið að list sinni á sama hátt og erlendir myndlistarmenn koma til Íslands í gestavinnustofur SÍM.
Gestaíbúðin Askja er á fimmtu hæð í fjölbýlishúsi í Neue Bahnhofstrasse 27, í Friedrichshain í austurhluta Berlínar, póstnúmer D-10245 Berlin.
Aðeins fimm mínútna gangur er frá Ostkreuz lestarstöðinni að gestaíbúðinni. Airport Express, nýja hraðlestin frá Berlin Brandenburg Airport ( BER ) stoppar á Ostkreuz (tekur ca. 18 mín)
Frekari upplýsingar eða til að bóka, vinsamlegast sendið póst á ingibjorg@sim.is
Um íbúðina
Í gestaíbúðinni er eitt ca. 25 fermetra stórt herbergi, þar er viðargólf, hátt til lofts og góð birta inn um mjög stóran glugga. Þar eru tvö 90 cm breið rúm, þrjú vinnuborð og stólar, nokkrar hillur, vinnulampar og einn hægindastóll.
Eldhúsið er búið öllum nauðsynlegum eldhúsáhöldum og tækjum. Eins er þráðlaust net, öll nauðsynleg ræstingaráhöld, auka borð og fleira.
Dvalargestir skuldbinda sig til að hlíta reglum sem SÍM setur varðandi afnot af húsnæðinu.
Verð
Dvalartímabilið er frá 1. hvers mánaðar
Dvalargjald fyrir einn:
4 vikur er € 1.000 / 2 vikur er € 650*
Aukagjald fyrir einn gest:
4 vikur er € 450 / 2 vikur er € 295
Gestir verða að taka með sér rúmföt og handklæði.
Staðfestingargjald kr. 60.000 skal greiða strax við bókun.
Ef afbókað er með 4 - 6 vikna fyrirvara er 50% af staðfestingargjaldinu endurgreitt. Greiða verður fyrir dvölina að fullu 4 vikum fyrir áætlaða dvöl í gestaíbúðinni.
* Athugið að verðbreytingar geta orðið. Vinsamlega fáið staðfest verð með því að senda póst á ingibjorg@sim.is
Hverfið og Berlín
Friedrichshain, sem er í fyrrum Austur-Berlín, er næsta hverfi við Prenzlauer Berg og Krautzberg er rétt hinum megin við ána Spree. Friedrichshain er lifandi hverfi, þar býr fjöldi listamanna og hönnuða og er allt iðandi af börum, kaffihúsum, veitingastöðum og skemmtilegum verslunum.
Matvöruverslanir og kaffihús eru í nágrenninu, eins er þvottakaffihús á næsta götuhorni. Verðlag á mat og drykk er almennt mun lægra í þessum hluta Berlínar. Boxhagener Platz markaðurinn er í göngufæri, en hann er opinn á laugardögum og sunnudögum.
Myndir