Bergljót Leifsdóttir og Hrafnhildur Schram ræða um Tvær sterkar og Kjarvalsstöðum

          
Gestaspjall á Kjarvalsstöðum

Fimmtudag 25. júní kl. 15
Kjarvalsstaðir – Gestaspjall um sýninguna Júlíana Sveinsdóttir og Ruth Smith: Tvær sterkar

Bergljót Leifsdóttir og Hrafnhildur Schram, sýningarstjóri sýningarinnar Tvær sterkar, ræða við gesti um líf og list Júlíönu Sveinsdóttur á Kjarvalsstöðum.

Bergljót tengist listakonunni nánum fjölskylduböndum en Júlíana var afasystir hennar. Bergljót áformar jafnframt að stofna safn um Júlíönu  að Tjarnargötu í Reykjavík á næsta ári.

Gestaspjallið hefst kl. 15. Aðgangseyrir á sýninguna er kr. 14.00, ókeypis fyrir Menningarkortshafa.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com